Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:30 Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Hinsegin Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun