Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:03 Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Bílastæði Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þau sjö ár sem ég sat í borgarstjórn gagnrýndi ég þann frumskóg sem bílastæðagjöld eru í Reykjavík. Ég lagði fram fjölmargar bókanir og tók málið oft upp á fundum. Í dag er staðan þannig að þeir sem eru sektaðir er ekki lengur gert viðvart um það með sektarmiða á framrúður bíla og fjölmörg fyrirtæki hafa fengið leyfi frá borginni til að sinna gjaldtöku. Hér verður að hafa í huga að bílastæðagjöld eru aðfararhæf að lögum og geta leitt til eignaupptöku. Skylda stjórnvalds til að tilkynna um sekt er því rík. Einkafyrirtækin sinna gjaldtökunni bæði vegna stæða við götur borgarinnar sem og í bílastæðahúsum, bæði ofan- og neðanjarðar. Bílastæðahúsin geta bæði verið í eigu borgarinnar og einkaaðila. En starfsemin ber öll einkenni neðanjarðarstarfsemi því eigendur bíla eiga vægast sagt erfitt með á átta sig á hvaða smáforrit þeir þurfa að hafa til að standa í skilum og sektirnar hrannast upp. Oft án þess að ökumaðurinn geri sér grein fyrir að hann hafi verið sektaður, hvað þá kominn í vanskil með tilheyrandi ofurkostnaði. Stjórnarflokkar og borgarstjórnarmeirihluti stilli saman strengi Núverandi ríkisstjórn hefur boðað að tekið verði á lagaumgjörð þessara mála. Reykjavíkurborg lætur sitt vondandi heldur ekki eftir liggja. Enda er þessi málaflokkur ekki síður á forræði borgarinnar og annarra sveitarfélaga þar sem það á við. Ástand þessara mála er ekki gott í Reykjavík og núverandi meirihluti í borginni mun örugglega bregðast við því. Fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar. Skortur er á upplýsingagjöf um verðlagningu og lengd gjaldtökutíma á stæðum í einkarekstri. Mörk einstakra innheimtufyrirtækja eru oft óljós; hvar eitt fyrirtæki ræður för og annað tekur við þannig að bíleigendum er vægast sagt vorkun. Ekkert þak á gjaldtökunni Þar sem einkafyrirtæki hafa yfirráð á stæðum er ekkert þak eða hámark á upphæð bílastæðagjalda eða á svo kölluðum þjónustu-eða vanrækslugjöldum. Gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum í einkaeigu lyktar af hreinni græðgi. Dæmi eru um að klukkutíminn kosti þúsund krónur á bílastæðum þar sem innheimt er allan sólarhringinn alla daga ársins. Hér er mikilvægt verkefni fyrir ríki og borg að vinna saman að. Það ætti að vera auðvelt þar sem sömu flokkar mynda ríkisstjórnina og sitja í meirihluta borgarstjórnar. Eitt af hlutverkum sveitarfélaga er að gæta hagsmuna íbúa gagnvart óréttmætum viðskiptaháttum. Allt of margir bílaeigendur lenda í því að vera ranglega krafðir um vanrækslugjöld vegna þess að þeir greiddu ekki fyrir rétt stæði eða með réttu smáforrit. Fyrirkomulag innheimtu bílastæðagjalda er algjör frumskógur fyrir neytendur og það er ekki er hægt að líða. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar