Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 13:18 Hafþór Freyr er ellefu ára nemandi í Nesskóla en hann kom tveggja ára systur sinni til bjargar þegar hún féll af bryggju um verslunarmannahelgina. Samsett/Aðsend/Facebook Hinn ellefu ára Hafþór Freyr Jóhannsson kastaði sér í sjóinn þegar tveggja ára systir hans, Snæbjörg Lóa, féll af bryggju í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Hafþór bjargaði þannig systur sinni frá drukknun en hann hafði nýlega sótt skyndihjálparnámskeið, sem skipti sköpum. „Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi. Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Það kom svo sem ekkert annað til greina hjá honum en að bjarga henni,“ segir móðir Hafþórs, Linda María Emilsdóttir, í samtali við Vísi. Austurfrétt greindi fyrst frá. Linda kveðst afar stolt af drengnum sínum, sem hún lýsir sem yfirveguðum og rólegum strák þó hann sé hörkutól. „Þetta voru held ég bara ósjálfráð viðbrögð hjá honum.“ Kastaði sér í sjóinn Atvikið átti sér stað á sunnudegi á veitingastaðnum Beituskúrnum en hann er á bryggju í bænum. „Við vorum bara úti að borða,“ rekur Linda söguna, „og ég var að panta matinn og hún stekkur eitthvað í burtu og hann er greinilega að fylgjast með henni, eins og hann gerir oft, og sér hana hlaupa fram af bryggjunni og detta fram af.“ Þá hafi Hafþór kallað eftir aðstoð og síðan sjálfur kastað sér út í sjóinn og sótt hana. „Hann stekkur þá eftir henni og syndir með hana upp að stiganum sem er þarna á bryggjunni,“ bætir móðirin við. Hann hafi synt með hana að stiganum á bryggjunni og rétt hana nokkrum viðstöddum sem höfðu komið til hjálpar. Þétt var setið á veitingastaðnum þennan dag enda stærsta ferðahelgi ársins. Atvikið átti sér stað á Beituskúrnum í Neskaupsstað.Facebook/Beituskúrinn Sjúkraflutningamaður kenndi skyndihjálp Blessunarlega náði Snæbjörg Lóa að halda sér á floti þær sekúndur sem hún var úti í sjónum og fékk hún ekki sjó ofan í sig. „Hún náði að halda munninum yfir vatninu,“ bætir móðirin við. Spurð hvort börnin hennar séu flugsynd útskýrir Linda að fjölskyldan fari oft í sund. Sytkinin Hafþór Freyr og Snæbjörg Lóa en drengurinn á tvær aðrar yngri systur til viðbótar.Aðsend Hafþór hafði farið á skyndihjálparnámskeið nokkrum mánuðum áður, sem sjúkraflutningamaðurinn í bænum hafði haldið fyrir börn í bænum og fjöldi bekkjarfélaga Hafþórs úr Nesskóla sóttu. Linda segir drenginn hafa haft orð á því að það hafi hjálpað honum við að bregðast við. Hún segir námskeiðið sem sjúkrafluttnignamaðurinn hélt hafa verið frábært framtak. Bryggjan er að hluta afgirt en svæðið þar sem Snæbjörg Lóa féll er það ekki. Hetjan fór beint á tónleika Börnin voru flutt á sjúkrahús til skoðunar en fengu að fara heim þegar þau voru orðin hlý. Það amaði ekkert að þeim, að sögn Linda. „Þau voru bara svolítið köld. En hún var hlustuð náttúrlega til að vita hvort þau hefðu farið sjór ofan í lungun hennar. En það var ekki.“ Hafþór fór svo beint á tónleika eftir atvikið enda stóð Neistaflaug yfir í Neskaupstað þessa verslunarmannahelgi.
Fjarðabyggð Verslunarmannahelgin Börn og uppeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira