Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2025 15:25 Albert furðar sig á aðdraganda fundarins og segir hann bera vott um viðvaningshátt í Washington. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“ Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira