Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 12:06 Veðurspáin í Eyjum er öllu betri í dag en var fyrr um helgina. Vísir/Viktor Freyr Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira