Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 12:17 Sean „Diddy“ Combs, Donald Trump og Melania Trump á góðri stundu fyrir tuttugu árum síðan. Getty Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“ Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“
Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Sjá meira
Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48
Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00