„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:05 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira