Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 16:53 Sautján stiga hiti var á Raufarhöfn í dag þegar Vísir sló á þráðinn þangað. Tjaldsvæði Raufarhafnar Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina. „Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum. Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Við erum bara að verða fullbókuð, það eru bara einhver örfá stæði eftir, og það er orðið fullt í rafmagn,“ segir Þórhildur Ásgeirsdóttir, tjaldstæðavörður í Vaglaskógi. Veðrið hafi verið gott á svæðinu undanfarna daga, en að vísu hafi verið nýbyrjað að rigna örlítið þegar blaðamaður sló á þráðinn. Miðað við spár sé þó aðeins um lítinn skúr að ræða og von sé á fínasta veðri um helgina. Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri útivistarsvæðisins á Hömrum, segir að tjaldsvæðið sé farið að þéttast. Þar sé ekkert bókunarkerfi og þeir sem komi fyrstir, fái pláss. „Það er að þéttast hérna, og ég á alveg von á því miðað við veðurspá að það komi til með að verða fullt. Það er lítið orðið eftir af rafmagnstenglum, við erum búin að opna á fleiri svæði, það er alveg pláss, en lítið af rafmagnstenglum að komast í,“ segir Ásgeir. Blíðviðrisdagur á tjaldsvæðinu á Hömrum.Stöð 2 Angela, rekstraraðili tjaldsvæðisins á Raufarhöfn, segir að veðrið þar sé dásamlegt og hafi verið undanfarna daga. Á tjaldsvæðinu við Raufarhöfn gildir einnig lögmálið fyrstir koma, fyrstir fá. „En ef það er allt fullt á svæðinu sjálfu, og inni í skeifunni, þá erum við með aukasvæði sem er fótboltavöllurinn. Þeir sem eru sjálfbærir með rafmagn og salernisaðstöðu, þeir geta leikandi verið þar á flennistórum velli,“ segir Angela. Á Raufarhöfn sé núna sautján stiga hiti og smá vindur, sem kæli mann niður í hitanum.
Tjaldsvæði Þingeyjarsveit Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur versnað síðan í gær að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun tekur gildi á föstudagskvöld á Suðurlandi og í Eyjum. 31. júlí 2025 10:43