Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 12:03 Viktor Gyökeres og Marcus Rashford völdu báðir treyjunúmer Thierry Henry en þeir eru ekki þeir einu. Getty/Stuart MacFarlane/David Ramos Það er eitthvað með töluna fjórtán og bestu leikmennina sem hafa skipt um félög í alþjóðlega fótboltanum í sumar. Fjórir af þeim hafa allir valið sömu töluna á nýja búninginn sinn. Það vakti athygli að framherjarnir Viktor Gyökeres og Marcus Rashford ákváðu báðir að feta í fótspor Thierry Henry þegar kemur að treyjunúmeri. Gyökeres valdi treyju númer fjórtán hjá Arsenal þar sem Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Rashford valdi treyju númer fjórtán hjá Barcelona þar sem Henry spilaði frá 2007 til 2010. Gyökeres spilaði númer níu hjá Sporting en hún var upptekin hjá Arsenal því það er númer Brasilíumannsins Garbiel Jesus. Rashord spilaði númer tíu hjá Manchester United og var númer níu hjá Aston Villa þegar hann var lánaður þangað á síðasta tímabili. Lamine Yamal var að fá tíuna hjá Barcelona með viðhöfn og hún er að losna í bráð. Pólski framherjinn Robert Lewandowski er síðan númer níu hjá Barcelona. Þessir tveir kappar eru hins vegar ekki þeir einu sem hafa valið treyju númer fjórtán í sumar. Króatinn Luka Modric spilaði lengi í númer tíu hjá Real Madrid en hann yfirgaf spænska félagið í sumar og samdi við ítalska félagið AC Milan. Modric valdi treyju fjórtán hjá AC Milan. Portúgalska stjarnan Rafael Leao spilar í treyju númer tíu hjá AC Milan. Nú síðast ákvað Luis Díaz sem Bayern München keypti frá Liverpool, að velja sér líka treyju númer fjórtán. Díaz hefur spilað númer sjö hjá Liverpool en Serge Gnabry er í sjöunni hjá Bæjurum. View this post on Instagram A post shared by Actu Foot (@actufoot_) Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Það vakti athygli að framherjarnir Viktor Gyökeres og Marcus Rashford ákváðu báðir að feta í fótspor Thierry Henry þegar kemur að treyjunúmeri. Gyökeres valdi treyju númer fjórtán hjá Arsenal þar sem Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Rashford valdi treyju númer fjórtán hjá Barcelona þar sem Henry spilaði frá 2007 til 2010. Gyökeres spilaði númer níu hjá Sporting en hún var upptekin hjá Arsenal því það er númer Brasilíumannsins Garbiel Jesus. Rashord spilaði númer tíu hjá Manchester United og var númer níu hjá Aston Villa þegar hann var lánaður þangað á síðasta tímabili. Lamine Yamal var að fá tíuna hjá Barcelona með viðhöfn og hún er að losna í bráð. Pólski framherjinn Robert Lewandowski er síðan númer níu hjá Barcelona. Þessir tveir kappar eru hins vegar ekki þeir einu sem hafa valið treyju númer fjórtán í sumar. Króatinn Luka Modric spilaði lengi í númer tíu hjá Real Madrid en hann yfirgaf spænska félagið í sumar og samdi við ítalska félagið AC Milan. Modric valdi treyju fjórtán hjá AC Milan. Portúgalska stjarnan Rafael Leao spilar í treyju númer tíu hjá AC Milan. Nú síðast ákvað Luis Díaz sem Bayern München keypti frá Liverpool, að velja sér líka treyju númer fjórtán. Díaz hefur spilað númer sjö hjá Liverpool en Serge Gnabry er í sjöunni hjá Bæjurum. View this post on Instagram A post shared by Actu Foot (@actufoot_)
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira