Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 12:03 Viktor Gyökeres og Marcus Rashford völdu báðir treyjunúmer Thierry Henry en þeir eru ekki þeir einu. Getty/Stuart MacFarlane/David Ramos Það er eitthvað með töluna fjórtán og bestu leikmennina sem hafa skipt um félög í alþjóðlega fótboltanum í sumar. Fjórir af þeim hafa allir valið sömu töluna á nýja búninginn sinn. Það vakti athygli að framherjarnir Viktor Gyökeres og Marcus Rashford ákváðu báðir að feta í fótspor Thierry Henry þegar kemur að treyjunúmeri. Gyökeres valdi treyju númer fjórtán hjá Arsenal þar sem Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Rashford valdi treyju númer fjórtán hjá Barcelona þar sem Henry spilaði frá 2007 til 2010. Gyökeres spilaði númer níu hjá Sporting en hún var upptekin hjá Arsenal því það er númer Brasilíumannsins Garbiel Jesus. Rashord spilaði númer tíu hjá Manchester United og var númer níu hjá Aston Villa þegar hann var lánaður þangað á síðasta tímabili. Lamine Yamal var að fá tíuna hjá Barcelona með viðhöfn og hún er að losna í bráð. Pólski framherjinn Robert Lewandowski er síðan númer níu hjá Barcelona. Þessir tveir kappar eru hins vegar ekki þeir einu sem hafa valið treyju númer fjórtán í sumar. Króatinn Luka Modric spilaði lengi í númer tíu hjá Real Madrid en hann yfirgaf spænska félagið í sumar og samdi við ítalska félagið AC Milan. Modric valdi treyju fjórtán hjá AC Milan. Portúgalska stjarnan Rafael Leao spilar í treyju númer tíu hjá AC Milan. Nú síðast ákvað Luis Díaz sem Bayern München keypti frá Liverpool, að velja sér líka treyju númer fjórtán. Díaz hefur spilað númer sjö hjá Liverpool en Serge Gnabry er í sjöunni hjá Bæjurum. View this post on Instagram A post shared by Actu Foot (@actufoot_) Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Það vakti athygli að framherjarnir Viktor Gyökeres og Marcus Rashford ákváðu báðir að feta í fótspor Thierry Henry þegar kemur að treyjunúmeri. Gyökeres valdi treyju númer fjórtán hjá Arsenal þar sem Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Rashford valdi treyju númer fjórtán hjá Barcelona þar sem Henry spilaði frá 2007 til 2010. Gyökeres spilaði númer níu hjá Sporting en hún var upptekin hjá Arsenal því það er númer Brasilíumannsins Garbiel Jesus. Rashord spilaði númer tíu hjá Manchester United og var númer níu hjá Aston Villa þegar hann var lánaður þangað á síðasta tímabili. Lamine Yamal var að fá tíuna hjá Barcelona með viðhöfn og hún er að losna í bráð. Pólski framherjinn Robert Lewandowski er síðan númer níu hjá Barcelona. Þessir tveir kappar eru hins vegar ekki þeir einu sem hafa valið treyju númer fjórtán í sumar. Króatinn Luka Modric spilaði lengi í númer tíu hjá Real Madrid en hann yfirgaf spænska félagið í sumar og samdi við ítalska félagið AC Milan. Modric valdi treyju fjórtán hjá AC Milan. Portúgalska stjarnan Rafael Leao spilar í treyju númer tíu hjá AC Milan. Nú síðast ákvað Luis Díaz sem Bayern München keypti frá Liverpool, að velja sér líka treyju númer fjórtán. Díaz hefur spilað númer sjö hjá Liverpool en Serge Gnabry er í sjöunni hjá Bæjurum. View this post on Instagram A post shared by Actu Foot (@actufoot_)
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira