„Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 19:06 Össur Skarphéðinsson líkir viðtali Helga Seljan við Guðlaug Þór Þórðarson, um aðildarumsókn Íslands að ESB, við rassskellingu. Aðsend/Vísir/Vilhelm/Einar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, segir Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa verið rassskelltan af Helga Seljan í viðtali um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB. Össur, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og var utanríkisráðherra frá 2009 til 2013, er duglegur að fjalla um pólitík á Facebook-síðu sinni. Nýjasta færsla hans þar, sem er titluð „Guðlaugur Þór rassskelltur í beinni “ fjallar um viðtal Helga Seljan við Guðlaug Þór í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í viðtalinu var rætt um niðurstöðu skýrslunnar „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ sem var samin í ráðherratíð Guðlaugs, þar sem kom fram að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild en Guðlaugur sagðist í viðtalinu ekki muna eftir skýrslunni, ekki hafa samþykkt hana og ekki skrifað formála hennar, þó hann hafi verið skrifaður fyrir honum. „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 vegna ítrekaðra staðhæfinga hans um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hafi verið afturkölluð af ríkisstjórnum, sem hann átti sæti í,“ skrifar Össur í færslunni. „Guðlaugur Þór hefur sömuleiðis staðhæft að það hafi komið sér á óvart í heimsókn Úrsúlu von der Leyen fyrir skömmu að Evrópusambandið líti svo á að umsóknin hafi aldrei verið kölluð aftur. Hann hefur gengið svo langt að segja að þessari afstöðu ESB hafi verið haldið leyndri fyrir sér og Íslendingum,“ skrifar Össur. „Út úr þessu sauð hann nýlega þá samsæriskenningu að heimsókn Úrsúlu hafi verið úthugsað plott af hálfu hennar, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar til að skapa farveg fyrir hraðferð Íslands í ESB í krafti þess að umsóknin frá 2009 sé formlega í gildi. Í öllum þessum efnum talar Guðlaugur Þór gegn betri vitund.“ Svar við „hinu fræga kjánabréfi Gunnars Braga“ staðfesti gildi umsóknarinnar Össur segir það hafa komið skýrt fram í viðtalinu í morgun „þar sem málflutningur hans var bókstaflega skrældur í tætlur einsog hýði af gamalli kartöflu og ráðherrann rassskelltur með niðurstöðum skýrslu sem hann lét sjálfur skrifa árið 2018.“ „Meginniðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli að umsókn Íslands um aðild að ESB hafi aldrei verið afturkölluð. Um þetta er komist fast að orði en einn kaflinn heitir beinlínis: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið.“ Þar með er það í gadda slegið og þarf ekki frekari umræðu,“ skrifar Össur. Í skýrslunni segi líka að Evrópusambandið hafi komið því rækilega á framfæri í svari við „hinu fræga kjánabréfi Gunnars Braga“ að í því fælist ekki formleg afturköllun, enda talað þar um „hlé“ en hvorki afturköllun né stöðvun umsóknar. „Þessum niðurstöðum reynds sendiherra, sem fenginn var til að skrifa skýrsluna, stakk ráðherrann undir stól og lét engan vita. Skýrslan staðfestir hins vegar að skilningur ESB lá fyrir frá upphafi kjánabréfsins,“ skrifar Össur. „Guðlaugur Þór hefur aldrei verið tuskudúkka embættismanna“ Þá segir Össur að varnir Guðlaugs í morgunútvarpinu gegn upplýsingum úr hans eigin skýrslu hafi í senn verið „dæmalausar og sérlega ótrúverðugar“. „Guðlaugur Þór, sem þekktur er fyrir minni fílsins, bar nú við minnisleysi og sagðist ekkert muna eftir skýrslunni, og alls ekki eftir formálanum þar sem hann staðfesti þó skýrsluna með formlegri undirskrift sinni. Orð hans var ekki hægt að skilja öðru vísi en svo að vammi firrtir forystumenn ráðuneytisins hefðu tekið undirskrift hans ófrjálsri hendi – og í reynd skellt henni undir án þess að spyrja hann!“ skrifar Össur. „Kommon, Guðlaugur Þór hefur aldrei verið tuskudúkka embættismanna einsog sumir ráðherrar heldur einn af umsvifamestu stjórnmálamönnum um langa hríð. Er það trúverðugt að hann hafi verið slík léttavigt í sínu eigin ráðuneyti að embættismenn þar hafi valsað um með undirskrift hans, og sett án leyfis undir lokadrög texta sem birta átti í hans eigin nafni? Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun.“ Kjarni málsins að mati Össurar sé að bæði í Brussel og í íslenskri stjórnsýslu hafi allir vitað að umsóknin hafi ekki verið formlega afturkölluð. „Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var klár á því og sama máli gegndi um formann utanríkismálanefndar, Birgi Ármannsson. Samsæriskenning Guðlaugs Þórs um plott Úrsúlu von der Leyen, Kristrúnar og Þorgerðar er því úr lausu lofti gripin, og virðist meðvitaður uppspuni hjá Guðlaugi Þór,“ skrifar Össur. „Meginniðurstaða skýrslunnar um að umsóknin væri enn formlega í gildi hentaði hins vegar ekki málflutningi Guðlaugs Þórs, þó sönn væri. Þess vegna lét hann stinga henni undir stól.“ Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Samfylkingin Samfélagsmiðlar Utanríkismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Össur, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og var utanríkisráðherra frá 2009 til 2013, er duglegur að fjalla um pólitík á Facebook-síðu sinni. Nýjasta færsla hans þar, sem er titluð „Guðlaugur Þór rassskelltur í beinni “ fjallar um viðtal Helga Seljan við Guðlaug Þór í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Í viðtalinu var rætt um niðurstöðu skýrslunnar „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ sem var samin í ráðherratíð Guðlaugs, þar sem kom fram að aðildarumsókn Íslands að ESB væri enn gild en Guðlaugur sagðist í viðtalinu ekki muna eftir skýrslunni, ekki hafa samþykkt hana og ekki skrifað formála hennar, þó hann hafi verið skrifaður fyrir honum. „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega og Guðlaugur Þór í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 vegna ítrekaðra staðhæfinga hans um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hafi verið afturkölluð af ríkisstjórnum, sem hann átti sæti í,“ skrifar Össur í færslunni. „Guðlaugur Þór hefur sömuleiðis staðhæft að það hafi komið sér á óvart í heimsókn Úrsúlu von der Leyen fyrir skömmu að Evrópusambandið líti svo á að umsóknin hafi aldrei verið kölluð aftur. Hann hefur gengið svo langt að segja að þessari afstöðu ESB hafi verið haldið leyndri fyrir sér og Íslendingum,“ skrifar Össur. „Út úr þessu sauð hann nýlega þá samsæriskenningu að heimsókn Úrsúlu hafi verið úthugsað plott af hálfu hennar, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar til að skapa farveg fyrir hraðferð Íslands í ESB í krafti þess að umsóknin frá 2009 sé formlega í gildi. Í öllum þessum efnum talar Guðlaugur Þór gegn betri vitund.“ Svar við „hinu fræga kjánabréfi Gunnars Braga“ staðfesti gildi umsóknarinnar Össur segir það hafa komið skýrt fram í viðtalinu í morgun „þar sem málflutningur hans var bókstaflega skrældur í tætlur einsog hýði af gamalli kartöflu og ráðherrann rassskelltur með niðurstöðum skýrslu sem hann lét sjálfur skrifa árið 2018.“ „Meginniðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli að umsókn Íslands um aðild að ESB hafi aldrei verið afturkölluð. Um þetta er komist fast að orði en einn kaflinn heitir beinlínis: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið.“ Þar með er það í gadda slegið og þarf ekki frekari umræðu,“ skrifar Össur. Í skýrslunni segi líka að Evrópusambandið hafi komið því rækilega á framfæri í svari við „hinu fræga kjánabréfi Gunnars Braga“ að í því fælist ekki formleg afturköllun, enda talað þar um „hlé“ en hvorki afturköllun né stöðvun umsóknar. „Þessum niðurstöðum reynds sendiherra, sem fenginn var til að skrifa skýrsluna, stakk ráðherrann undir stól og lét engan vita. Skýrslan staðfestir hins vegar að skilningur ESB lá fyrir frá upphafi kjánabréfsins,“ skrifar Össur. „Guðlaugur Þór hefur aldrei verið tuskudúkka embættismanna“ Þá segir Össur að varnir Guðlaugs í morgunútvarpinu gegn upplýsingum úr hans eigin skýrslu hafi í senn verið „dæmalausar og sérlega ótrúverðugar“. „Guðlaugur Þór, sem þekktur er fyrir minni fílsins, bar nú við minnisleysi og sagðist ekkert muna eftir skýrslunni, og alls ekki eftir formálanum þar sem hann staðfesti þó skýrsluna með formlegri undirskrift sinni. Orð hans var ekki hægt að skilja öðru vísi en svo að vammi firrtir forystumenn ráðuneytisins hefðu tekið undirskrift hans ófrjálsri hendi – og í reynd skellt henni undir án þess að spyrja hann!“ skrifar Össur. „Kommon, Guðlaugur Þór hefur aldrei verið tuskudúkka embættismanna einsog sumir ráðherrar heldur einn af umsvifamestu stjórnmálamönnum um langa hríð. Er það trúverðugt að hann hafi verið slík léttavigt í sínu eigin ráðuneyti að embættismenn þar hafi valsað um með undirskrift hans, og sett án leyfis undir lokadrög texta sem birta átti í hans eigin nafni? Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun.“ Kjarni málsins að mati Össurar sé að bæði í Brussel og í íslenskri stjórnsýslu hafi allir vitað að umsóknin hafi ekki verið formlega afturkölluð. „Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var klár á því og sama máli gegndi um formann utanríkismálanefndar, Birgi Ármannsson. Samsæriskenning Guðlaugs Þórs um plott Úrsúlu von der Leyen, Kristrúnar og Þorgerðar er því úr lausu lofti gripin, og virðist meðvitaður uppspuni hjá Guðlaugi Þór,“ skrifar Össur. „Meginniðurstaða skýrslunnar um að umsóknin væri enn formlega í gildi hentaði hins vegar ekki málflutningi Guðlaugs Þórs, þó sönn væri. Þess vegna lét hann stinga henni undir stól.“
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Samfylkingin Samfélagsmiðlar Utanríkismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira