Lífið

Ætlar í pásu frá giggum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aron ætlar að einbeita sér að fyrirtækinu að fullu.
Aron ætlar að einbeita sér að fyrirtækinu að fullu. Vísir/Lýður Valberg

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

„Ég held að ég taki mér smá pásu frá því að gigga eftir þessa helgi. Klári mögulega út ágúst og setji síðan allan fókusinn minn á R8iant,“ segir Aron en fyrirtækið framleiðir steinefnahylki.

„Ég held ég sé búinn að keyra mig aðeins of hart út í aðeins of langan tíma,“ segir Aron. 

Þá segist hann spenntur fyrir því að koma fram á tónleikum helgarinnar en hann kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum á laugardaginn og Einni með öllu á Akureyri á sunnudaginn. 

Að auki sé hann spenntur fyrir að fara með fullu fjöri í steinefnaframleiðsluna. 

„Ég er búinn að vera að hugsa þetta ógeðslega lengi og nú er þetta að fara af stað og gengur ógeðslega vel. Við erum rétt að byrja þetta,“ segir Aron. 

Það skaut aðdáendum Arons skelk í bringu þegar hann hneig niður og fékk flogakast á tónleikunum í Hjarta Hafnarfjarðar á dögunum. Hann sagði atvikið óvænt og óþægilegt í færslu á Instagram en honum liði vel þrátt fyrir að vita ekki enn hvað skeði. 


Tengdar fréttir

Hneig niður vegna flogakasts

Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag.

Aron Can heill á húfi

Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

Aron Can með stóra tónleika erlendis

Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.