Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 13:25 Ingibjörg segir utanríkisráðherra fela þingmönnum marklausa vinnu. Vísir/Vilhelm Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt. Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið skipaði þennan samráðshóp þingmanna í mars á þessu ári. Hver þingflokkur átti sinn fulltrúa í hópnum og er hlutverk hans að fjalla um inntak og áherslur öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Slík stefna hefur ekki áður verið sett fram með formlegum hætti en er ætlað að lýsa helstu öryggisáskorunum til lengri og skemmri tíma og draga fram markmið Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ segir hún í samtali við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Ríkisútvarpið hefur það eftir heimildum sínum að beiting forseta Alþingis á 71. grein þingskaparlaga til að binda enda á umræðu um veiðigjöld hafi verið meginástæða þess að Ingibjörg yfirgaf hópinn en það fortekur hún. Ingibjörg segist hafa gert athugasemdir við efnisleg atriði í vinnu flokksins. Hún spyr sig að því hvers vegna verið sé að fela þingmönnum að vinna marklausa skýrslu. „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi,“ segir hún. Hópnum var falið að skila skýrslu eigi síðar en 21. maí síðastliðinn en ljóst er að af því verður ekki. Ríkisútvarpið hefur eftir sínum heimildum að vinna hópsins sé svo gott sem tilbúin en óvíst er hvernig vinnan verður kynnt.
Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Sjá meira