Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 12:05 Drusluteymið í varningi með tilvitnunum í Ólöfu Töru Harðardóttur. Slíkur varningur verður til sölu á viðburðinum. Ágóði sölunnar rennur í minningarsjóð Ólafar Töru. Druslugangan Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn í dag. Skipuleggjendur segjast finna fyrir meiri samstöðu vegna göngunnar í ár en áður. Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“ Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gengið verður frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli klukkan tvö í dag. Gangan er að sögn Lísu Margrétar Gunnarsdóttur eins skipuleggjenda Druslugöngunnar kröfuganga og samstöðufundur með þolendum kynferðisofbeldis. „Við erum í raun að mótmæla því að það sé jafn algengt og það er í samfélaginu. Í ár erum við ekki bara að ganga fyrir þolendur kynferðisofbeldis heldur erum við að ganga fyrir þau sem hafa ekki lifað af afleiðingar ofbeldisins sem þau urðu fyrir. Og þá sérstaklega í minningu Ólafar Töru,“ segir Lísa. Ólöf Tara Harðardóttir var baráttukona gegn kynferðisofbeldi sem lét lífið í janúar á þessu ári. Gengið verður til heiðurs Ólöfu og systur hennar munu flytja ávarp að göngu lokinni. Þá verður varningur með tilvitnunum í hana seldur. „Við verðum með mínútu þögn á Austurvelli og eftir að við minnumst hennar ætlum við ekki bara að mætast í sorginni heldur líka að mætast í von.“ Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks mun leika listir sínar, þar á meðal Boob sweat gang, Gugusar og Páll Óskar, sem leiðir hópsöng á laginu Áfram stelpur, uppáhalds lagi Ólafar Töru heitinnar. Skiptar skoðanir í fyrra Lísa segir skipuleggjendur göngunnar finna fyrir miklum meðbyr að þessu sinni. „Það voru skiptar skoðanir í fyrra en í ár finnum við ótrúlega mikla samstöðu,“ segir Lísa. Hún skynjar breytingar í viðhorfum ungra pilta gagnvart málstaðnum. „Það kom mjög skemmtilega á óvart þegar við vorum að kynna Druslugönguna í Kringlunni, hvað það voru margir ungir strákar sem höfðu ekki heyrt um gönguna en höfðu mikinn áhuga þegar þeir vissu um hvað hún snerist,“ segir Lísa. Hún segir suma hafa komið að máli við sig og sagt að þeim þætti nafnið, Druslugangan, stuðandi. „Sumir spyrja: Af hverju eruð þið að kalla ykkur druslur? En pælingin með nafninu er að þau sem verða fyrir ofbeldi erum stundum gerð sek fyrir að hafa klætt sig eða hagað sér eins og druslur. Þannig að pælingin er sú að ef eitt okkar er smættað niður í það að vera kallað drusla og hafi átt skilið að verða fyrir ofbeldi, þá erum við það öll.“
Druslugangan Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira