Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 07:49 Það var gaman í Laugardalnum í gærkvöldi, allavega í einu húsi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að sinna í nótt. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna hrað- eða ölvunaraksturs og einn var vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Gleðin var líka víða við völd og fór lögregla í nokkur hávaðaútköll. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls voru 88 mál bókuð í kerfum lögreglum og gistu sex fangageymslu í nótt. Klósettsvefn, matarboð og ber að ofan Á umráðasvæði lögreglustöðvar 1 sem nær yfir Miðborgina, Austurbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes var ökumaður stöðvaður fyrir að keyra á 58 kílómetra hraða í 30-götu og reyndist bíllinn jafnframt þurfa skoðunar. Í miðborginni barst tilkynning um nokkra menn í ólíkum erindagjörðum. Einn svaf ölvunarsvefni á salerni hótels, var vakinn af lögreglu og gekk sína leið. Annar var með vandræði fyrir utan krá og var ekið heim til sín. Sá þriðji var grunaður um líkamsárás og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Í Hlíðunum var tilkynnt um mann sem gekk ber að ofan eftir akbraut en honum var ekið til síns heima. Þá barst lögreglu tilkynning um háreysti milli fólks í fjölbýli í Laugardalnum. Tilkynningin reyndist ekki á rökum reist heldur var um að ræða „fjölmennt matarboð stórfjölskyldu þar sem gleðin var við völd,“ segir í dagbókinni. Eignaspjöll, ölvunarakstur og umferðarslys Á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes tengdust málin flest ölvunarakstri en einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á byggingarsvæði. Hins vegar fannst enginn á svæðinu þegar leitað var. Lögregluþjónum á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli og slys þar sem maður féll af rafhlaupahjóli. Í Mosfellsbænum barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíl var ekið utan í vegrið. Ökumaður var grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Annars staðar í Moó var tilkynnt um partýhávaða og sagðist húsráðandi ætla að lækka í gleðskapnum.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira