Innlent

Ó­á­nægja með stjórnar­and­stöðuna eykst hressi­lega

Árni Sæberg skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Vísir/Ívar Fannar

Sextíu prósent þjóðarinnar eru óánægð með störf stjórnarandstöðunnar, ef marka má nýja skoðanakönnun Maskínu. 48 prósent segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar, sem er sjónarmun meiri ánægja en hefur mælst áður.

Niðurstöðurnar eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku 2.021 samanlagt afstöðu í báðum könnunum. Þinginu lauk þann 14. júlí og því voru kannanirnar framkvæmdar hvor sínum megin við þinglok.

Samkvæmt könnuninni eru 48,2 prósent þjóðarinnar ánægð með störf ríkisstjórnarinnar, samanborið við 42,1 prósenta ánægju í júní. Ánægja með ríkisstjórnina hafði áður mælst mest 47,9 prósent.

Aðra sögu er að segja af ánægju með störf stjórnarandstöðunnar, sem hefur aldrei mælst minni, eða 13,1 prósent. Í júní mældist hún 14,8 prósent og hafði aldrei verið minni. Hún var þó jafnmikil í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×