Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Kolbeinn Kristinsson skrifar 25. júlí 2025 00:00 Taylor Marie Hamlett skoraði í fyrsta leik með FHL í kvöld. @taylorhamlett Taylor Marie Hamlett, leikmaður FHL, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á Íslandi og ekki nóg með það, þá skoraði hún einnig þegar hún jafnaði leikinn í fyrri hálfleik. Þetta var sannkallað framherjamark þar sem hún var réttur maður á réttum stað í vítateig andstæðingsins. Taylor, sem er 23 ára gömul, er frá Tampa í Bandaríkjunum og kemur úr háskólaboltanum er öflugur leikmaður sem vert verður að fylgjast með það sem eftir lifir móts. Hennar viðbrögð eftir leik liðsins gegn Val voru: „Mér fannst við berjast allan leikinn en það er svekkjandi hvernig þetta fór, sérstaklega þar sem við lögðum mikla vinnu í það sem lið eftir EM pásuna að koma sterkar til baka og læra af fyrri hlutanum, með það í huga að líta á þetta sem nýtt tímabil,“ sagði Taylor. „Þess vegna er þetta tap mjög sárt, sérstaklega af því við lögðum allt í þetta. Við sköpuðum okkur fullt af færum, en nú þurfum við að einbeita okkur og halda áfram að stjórna því sem við getum stjórnað og halda baráttuviljanum áfram allt til enda,“ sagði Taylor. Mark í fyrsta leik „Ég myndi segja að þetta mark lýsi mér mjög vel sem leikmanni. Sem framherji finnst mér gaman að vera ákveðinn og smá árásargjörn, og berjast um fyrstu og aðra boltana. Eftir hornspyrnu barst boltinn inn í teiginn en við höfðum talað um að gefast aldrei upp í sókninni og klára færin okkar. Boltinn hafnaði í leikmanni við fjærstöngina og hrökk þaðan svo beint út aftur. Ég bara skaut og boltinn fór inn. Ég get sagt með vissu að þetta var besta tilfinning sem ég hef upplifað á ævinni – að skora mitt fyrsta atvinnumannamark. Ég var rosalega glöð,“ sagði Taylor. Fyrstu dagarnir á Íslandi hafa verið frábærir „Ótrúlegar skemmtilegir og Ísland hefur að geyma yndislegt fólk, mjög gestrisið. Veðrið hefur vissulega verið smá breyting fyrir mig, þar sem ég er að koma úr næstum 38 stiga hita frá Flórída. En dvölin hefur verið virkilega frábært hingað til,“ sagði Taylor Marie Hamlett leikmaður FHL. Besta deild kvenna FHL Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Taylor, sem er 23 ára gömul, er frá Tampa í Bandaríkjunum og kemur úr háskólaboltanum er öflugur leikmaður sem vert verður að fylgjast með það sem eftir lifir móts. Hennar viðbrögð eftir leik liðsins gegn Val voru: „Mér fannst við berjast allan leikinn en það er svekkjandi hvernig þetta fór, sérstaklega þar sem við lögðum mikla vinnu í það sem lið eftir EM pásuna að koma sterkar til baka og læra af fyrri hlutanum, með það í huga að líta á þetta sem nýtt tímabil,“ sagði Taylor. „Þess vegna er þetta tap mjög sárt, sérstaklega af því við lögðum allt í þetta. Við sköpuðum okkur fullt af færum, en nú þurfum við að einbeita okkur og halda áfram að stjórna því sem við getum stjórnað og halda baráttuviljanum áfram allt til enda,“ sagði Taylor. Mark í fyrsta leik „Ég myndi segja að þetta mark lýsi mér mjög vel sem leikmanni. Sem framherji finnst mér gaman að vera ákveðinn og smá árásargjörn, og berjast um fyrstu og aðra boltana. Eftir hornspyrnu barst boltinn inn í teiginn en við höfðum talað um að gefast aldrei upp í sókninni og klára færin okkar. Boltinn hafnaði í leikmanni við fjærstöngina og hrökk þaðan svo beint út aftur. Ég bara skaut og boltinn fór inn. Ég get sagt með vissu að þetta var besta tilfinning sem ég hef upplifað á ævinni – að skora mitt fyrsta atvinnumannamark. Ég var rosalega glöð,“ sagði Taylor. Fyrstu dagarnir á Íslandi hafa verið frábærir „Ótrúlegar skemmtilegir og Ísland hefur að geyma yndislegt fólk, mjög gestrisið. Veðrið hefur vissulega verið smá breyting fyrir mig, þar sem ég er að koma úr næstum 38 stiga hita frá Flórída. En dvölin hefur verið virkilega frábært hingað til,“ sagði Taylor Marie Hamlett leikmaður FHL.
Besta deild kvenna FHL Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira