Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:51 Ísraelar mótmæla stríðsrekstri Ísraelshers á Gasa. AP Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira