Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:00 Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Mig dreymdi í nótt að ég væri í símtali við prest. Hann hafði gleymt því að til stæði að vera með samkomu sem hann átti að stýra í Grindavík. Ég var að aðstoða við skipulagið og vildi tryggja að hann yrði kominn tímalega á staðinn. Í samtalinu var ég að fara með honum yfir heitin á aðventukertunum: Spádómskertið, Betlehemskertið, hirðarkertið og englakertið. Hann hló að mér og sagði þetta vera eitthvað sem kirkjan notaði ekki – eitthvað sem ekki væri til. Ég vissi þó betur. Ég man varla þessi nöfn í vöku en í draumnum voru þau skýr. Hér er augljóslega um að ræða símtal milli tveggja heima – mín og prestsins, íbúa og stofnunar. Einn miðlar innsýn og staðreyndum, hinn hafnar og útilokar. Draumurinn tengdist vissulega ekki bara trú eða aðventu. Hann endurspeglaði það sem mörg okkar í Grindavík höfum fundið síðustu mánuði: Að við sem búum við aðstæðurnar höfum öðlast innsýn og reynslu sem kerfið virðist ekki meta að neinu leyti. Við upplifum að rödd okkar sé móttekin með vantrú, jafnvel afneitun. Okkar skilningur á hættu og þörf fyrir aðgengi er ekki viðurkennd sem raunveruleg þekking. Líkt og táknrænu kertin í draumnum er þetta sett til hliðar með orðunum: „Það er ekki til.“ Aðgengi og öryggi – tvö andlit sama máls Þegar hættumat vegna jarðhræringa og hraunflæðis er metið út frá gögnum og sviðsmyndum – og viðeigandi varnir hafa verið reistar þá hlýtur áhættumatið eða öryggismatið einnig að taka tillit til lífsins sjálfs: Tilgang þess, tilgang samfélagsins, eigna, atvinnu, þjónustu og mannlegrar reisnar. Öryggi er ekki bara spurning um „ekki deyja“ – það er líka spurningin: Hvernig lifum við? Íbúar hafa bent á að hertar lokanir og torvelt aðgengi séu ekki í samræmi við raunverulegar aðstæður. Þegar við lýsum því, fáum við svör sem minna á prestinn í draumnum: þetta sé ekki til, ekki viðurkennt, ekki raunverulegt. En við vitum betur. Við upplifum þetta og erum mörg þarna flest alla daga. Íbúar sem heimild – ekki hindrun Grindvíkingar eru ekki óvitar sem ber að vernda fyrir sjálfum sér. Við erum heimild. Við erum gagnasafn sem gögnin ættu að styðja við en ekki kæfa. Það þarf að viðurkenna að íbúar hafa bæði innsýn og hagsmuni sem eiga fullan rétt á að heyrast og vera metin. Kerfi sem hlustar ekki, hættir að þjóna. Það er ekki traust sem eyðileggur öryggi – heldur vantraust. Það skapar óstöðugleika þegar fólki er ekki treyst, ekki veitt svigrúm til að lifa með sínum aðstæðum og taka sínar ákvarðanir í samvinnu við yfirvöld. Við viljum öryggi. En alls ekki með því að útiloka lífið sjálft. Ekki allt sem „er ekki til“ er óraunverulegt Draumurinn um kertin er minni mitt um innsýn sem má ekki gleymast. Þegar kerfið segir „það er ekki til“ þá eigum við að spyrja: Er það satt? Eða er það einfaldlega ekki séð? Í Grindavík þurfum við að opna fyrir aðra sýn. Sýn þar sem tillit er tekið til þeirra sem lifa innan varnargarða og varnaðarorða. Jafnvel úrelts áhættumats. Við þurfum að treysta hvort öðru – ekki bara spádómskertinu heldur líka raunveruleikanum sem við mætum á hverjum degi. Það er okkar hlutverk að lýsa upp það sem sumir vilja ekki sjá. Leyfum kertunum að loga Kertin þurfa að fá að loga. Kertin sem eru raunverulega til. Kerti vonar, trúar, gleði og upprisu. Ekki aðeins sem tákn heldur sem lífsskilyrði. Kransinn er til, kertin eru til. Alveg eins og Grindavík er til. Við erum hér, með okkar ljós, okkar raddir og okkar stað – og það á ekki að slökkva á neinu af því. Höfundur er Grindvíkingur, umhugað um réttláta meðferð samfélags og íbúa.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun