Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júlí 2025 20:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur lítið fyrir málflutning stjórnarandstöðunnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra furðar sig á ummælum meðlima stjórnarandstöðunnar um að heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síðustu viku hafi verið liður í því að láta þjóðina ganga inn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar þar sem Þorgerður ræddi um heimsóknina og Evrópumálin. Er þetta satt Þorgerður? Eruð þið að stefna beina leið inn í ESB og kljúfa þjóðina í leiðinni? „Nei, alls ekki. Það sem kemur mér á óvart er að talsmenn flokka sem eitt sinn kenndu sig við frelsi, studdu frjáls og opin viðskipti, skulu senda þessi skilaboð til leiðtoga sambands þar sem við Íslendingar erum með sjötíu prósent utanríkisviðskipta okkar. Það eru gríðarlega mikli hagsmunir í húfi fyrir okkur að hafa góð samskipti,“ sagði Þorgerður. „Þessi fundur gekk ekki síst út á það að efla og styrkja EES-samninginn, auka markaðsaðgang meðal annars fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ég hefði frekar kosið að kraftarnir sem fara í þessa taugaveiklun hefðu farið í það með okkur að efla og styrkja tengslin.“ Þorgerður segir núverandi ríkisstjórn ansi ólíka þeirri sem var við völd árið 2015, og var skipuð Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, sem ákvað að halda ekki áfram með umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sú ákvörðun hafi ekki farið fyrir þingið, en Þorgerður segir núverandi stjórn ætla að gera það. „Við munum fara með málið fyrir þingið. Þau treystu sér ekki að fara með afturköllunina á sínum tíma fyrir þingið. Og við munum síðan gera það sem þau virðast ekki gera, við ætlum að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi. Hættulegra er það nú ekki. Mér finnst undarlegt að sjá á hvaða vegferð þessi stjórnarandstaða er í allri sinni taugaveiklun.“ Að sögn Þorgerðar snerist fundurinn með Ursulu von der Leyen um að efla samband Íslands við Evrópusambandið. Jafnframt hafi þau verið að efla sambandið við ýmiss önnur lítt þenkjandi ríki. „Ég bið stjórnarandstöðuna bara um að koma á vagninn, hættið þessu nöldri, farið með okkur í að setja kraftana í það að styrkja enn frekar EES-samninginn. Ég hef áhyggjur af því hvernig stjórnarandstaðan talar, hvað verður um EES-samninginn.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sagði á Facebook um helgina að aðildarríki ESB væru á meðal helstu púðurtunnum álfunnar, og að innganga Íslands myndi ekki þjóna hagsmunum þjóðarinnar. Spurð út í þessi ummæli Sigurjóns byrjaði Þorgerður að hrósa honum. „Það er ekki síst stjórnarandstaðan sem er búin að pönkast á honum daginn út og daginn inn, og ýmis hagsmunaöfl, með mjög óvægnum hætti. Skoðanir Flokks fólksins, við ræddum þær fram og til baka við stelpurnar þegar við vorum að mynda ríkisstjórnina, þær eru öllum kunnar. En það sem Flokkur fólksins gerir umfram Miðflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn er að treysta þjóðinni fyrir næsta skrefi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira