Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 22:14 Allt fór á besta veg og lögreglan hafði upp á gestunum óboðnu. Vísir/Samsett Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum. Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum.
Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira