Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 22:14 Allt fór á besta veg og lögreglan hafði upp á gestunum óboðnu. Vísir/Samsett Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum. Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum. Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Fréttir bárust af því í dag að gestir á tjaldsvæðinu að Hraunborgum í Grímsnesi hafi verið óánægðir með partístand Verslinga sem héldu sína útilegu á sama tíma litlu sunnar. Eigandi tjaldsvæðisins þar sagði að mikið fyllerí unglinganna hafi valdið öðrum tjaldsvæðisgestum ónæði en að útilegan hafi þó farið friðsamlega fram. Borgarstjóri Reykjavíkur skarst í leikinn og hrósaði Verslingum en hún á sjálf barn sem er nemandi þar. Um útilegu MRinga er aðra sögu að segja þó að hún hafi gengið smurt fyrir sig að mestu leyti. Um tvö leytið í nótt komu að sögn formanna nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins, óboðnir gestir sem ekki voru nemendur við MR og neituðu að yfirgefa tjaldsvæðið þegar þeir voru beðnir um það. Elín Edda Arnarsdóttir, inspector scholae, segist hafa rætt við gestina og beðið þá um að annað hvort fara eða greiða fyrir miða. Þessu neituðu gestirnir og fljótt hófust rifrildi. Þeim lauk með því að gestirnir hótuðu að munda hnífa. Það voru ráðnir gæslumenn á tjaldsvæðið en að sögn Eddu voru þeir aðeins ráðnir til tvö og þá fóru gæslumennirnir á tjaldsvæðið að Hraunborgum þar sem Verslunarskólanemar héldu sína útilegu. Þeir gerðu sig svo tilbúna til að koma aftur þegar þeim bárust fregnirnar en voru afboðaðir því ákveðið var að hringja í lögregluna. Áður en hana bar að garði létu gestirnir óboðnu sig hverfa. Eddu bárust svo fregnir af því síðar að lögreglan á Suðurlandi hafi haft uppi á þeim seinna um kvöldið. Í kjölfarið á því mættu svo tveir sérsveitarmenn í fullum skrúða á tjaldsvæðið og ræddu við forsvarsmenn útilegunnar. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti Framtíðarinnar, hafði sömu sögu að segja en klykkti út með: „Annars var þetta mjög velheppnuð útilega. Ólíkt Verslingunum buðu tjaldsvæðiseigendurnir okkur að koma aftur,“ segir Ólafur. Þess er vert að geta að viðburðurinn var ekki haldinn á vegum Menntaskólans í Reykjavík heldur var hann skipulagður af nemendum.
Framhaldsskólar Tjaldsvæði Grímsnes- og Grafningshreppur Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira