„Lífið er miklu meira en peningar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2025 19:06 Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið athygli fyrir málgleði sína í málþófi stjórnarandstöðunnar. Vísir/Anton Brink Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. Það var DV sem fjallaði fyrst um umsvif Jóns Péturs Zimsens á hlutabréfamarkaði í dag. Þar segir, sem rétt er, að umsvif hans á samfélagsmiðlum hafi ekki vakið minni athygli. Færslur hans um biturð og ráðríki hinna fátæku í garð þeirra „sem eru vel stæðir“ hafa sætt gagnrýni í ljósi þess að hann er erfingi umtalsverðra fjármuna. Af auðugum ættum Eins og nafnið gefur til kynna er Jón Pétur af Zimsenættinni sem eru afkomendur Christians Zimsen sem stofnaði Laugarnesapótek og sat í stjórn lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. sem síðar varð Actavis. Zimsensystkynin, Kristinn, Nils, Else og Jón, áttu samanlagða rúma sjö milljarða króna samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins frá árinu 2013. Hann lítur sjálfur á það sem svo að þeir sem minna eiga á milli handanna séu líklega bitrir og tengir þann hóp við kjósendur ríkisstjórnarflokkanna. „Einhver hefur komið illa fram við þá og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur,“ skrifaði hann í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum síðastliðinn fimmtudag og vakti mikla athygli. Lítil eign í Brim Þegar Jón Pétur sór drengskaparheitin þurfti hann sem aðrir að skrá umsvif sín í viðskiptalífinu í hagsmunaskrá. Samkvæmt því er þar kemur fram á hann 41,1 prósent hlut í Jöká ehf., 55 prósent hlut í Alnitak ehf. og 15 prósent hlut í RZ ehf. Af opinberlega aðgengilegum ársreikningum er Jöká það umsvifamesta en þar er Jón Pétur stærsti eigandi. Meðeigendur hans eru Nils, Óli Björn og Jóhann Tómas Zimsen og er félagið skráð með heimilisfesti heima hjá Jóni Pétri. Sjá einnig: Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Eigið fé Jöká ehf. var samkvæmt síðasta ársreikningi, frá rekstarárinu 2023, samtals rúmar 830 milljónir króna. Hagnaður nam rúmum 217 milljónum króna. Hlutabréf í eigu félagsins námu rúmum hálfum milljarði króna og þar á meðal voru hlutir í Brim, Marel, Hampiðjunni og Iceland Seafood International sem voru árið 2023 virði tæplega 90 milljóna króna. Virði bréfa félagsins í Brim námu í árslok 2023 á þriðja tug milljóna króna. Síðan þá hefur Kvika, sem sér um sjóðsstýringu á hlutabréfum fyrir Jöká ehf., selt bréfin í Brim svo eftir stendur hlutur upp á nokkur hundrað þúsund krónur í fyrirtækinu. Miðað við hlut félagsins í Kerecis sem hefur síðan verið selt fyrir á annað hundrað milljarða má gera ráð fyrir því að eignasafn Zimsenanna sé talsverðs meira virði í dag. Auk eignarhluts félagsins í fyrirtækjum í sjávarútvegi fjárfesti Jöká einnig í skuldabréfum árið 2023. Þeirra á meðal voru skuldabréf útgefin af Útgerðarfélagi Reykjavíkur, stærsta eiganda Brims upp á 20 milljónir, og 80 milljóna króna víxill frá Iceland Seafood. Ástríða fyrir árangri unglinga - ekki peningum „Því betur sem íslenskum fyrirtækjum gengur því betra fyrir alla sem eiga í þeim og allt samfélagið þar sem skattspor eykst við góðan árangur. Bæði hefur fólk fjárfest beint í þeim og svo eiga lífeyrissjóðir töluvert í þeim eins og öllum fyrirtækjum á markaði,“ segir Jón Pétur í samtali við fréttastofu. Jón Pétur Zimsen hefur á stuttum tíma sínum á Alþingi fjallað mikið um áfasta plasttappa og meinta aðför ríkisstjórnarinnar að sjávarútveginum.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa tekið þátt í atvinnulífinu í langan tíma og segir flesta eiga að gera það sem hafa til þess fjárráð og þola áhættuna. Jón Pétur segir það raunar koma sér vel að stjórnmálamenn eigi eignarhluta í ofangreindum félögum „þegar stjórnmálamenn reyna að skaða fyrirtæki í almannaeigu.“ Þar á hann væntanlega við veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, lengstu þingumræðu frá sameiningu málstofanna þar sem hann var á meðal ræðukónga. Hann klykkir út með að segja að þrátt fyrir umsvif sín sé atvinnulífið alltaf í öðru sæti hjá sér. „Ástríðan hefur verið að vinna með unglingum, að þeir nái árangri í lífinu. Ótal vinir mínir hafa ekkert skilið í því að ég hafi helgað mig kennslu í tæp þrjátíu ár þegar ég hafi haft ótal möguleika á að fara annað. Lífið er nefnilega miklu meira en peningar. Það er nefnilega miklu betra að geta hjálpað öðrum að breiða út vængina,“ segir Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og erfingi umtalsverðra fjármuna. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir nýjar upplýsingar frá Jóni Pétri um breytingar sem orðið hafa á eign hans í Brim frá því ársreikningi Jöká ehf. fyrir árið 2023 var skilað. Ársreikningurinn er nýjasta opinbera gagnið um stöðu félagsins. Í dag nemur eign Jóns Péturs í Brim nokkur hundrað þúsund krónum. Þá var fullyrt að Jón Pétur væri erfingi milljarða króna sem er ekki rétt. Tengd skjöl ÁrsreikningurÁRSREIKNINGUR2023Sækja skjal Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fjármálamarkaðir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Það var DV sem fjallaði fyrst um umsvif Jóns Péturs Zimsens á hlutabréfamarkaði í dag. Þar segir, sem rétt er, að umsvif hans á samfélagsmiðlum hafi ekki vakið minni athygli. Færslur hans um biturð og ráðríki hinna fátæku í garð þeirra „sem eru vel stæðir“ hafa sætt gagnrýni í ljósi þess að hann er erfingi umtalsverðra fjármuna. Af auðugum ættum Eins og nafnið gefur til kynna er Jón Pétur af Zimsenættinni sem eru afkomendur Christians Zimsen sem stofnaði Laugarnesapótek og sat í stjórn lyfjafyrirtækisins Pharmaco hf. sem síðar varð Actavis. Zimsensystkynin, Kristinn, Nils, Else og Jón, áttu samanlagða rúma sjö milljarða króna samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins frá árinu 2013. Hann lítur sjálfur á það sem svo að þeir sem minna eiga á milli handanna séu líklega bitrir og tengir þann hóp við kjósendur ríkisstjórnarflokkanna. „Einhver hefur komið illa fram við þá og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur,“ skrifaði hann í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum síðastliðinn fimmtudag og vakti mikla athygli. Lítil eign í Brim Þegar Jón Pétur sór drengskaparheitin þurfti hann sem aðrir að skrá umsvif sín í viðskiptalífinu í hagsmunaskrá. Samkvæmt því er þar kemur fram á hann 41,1 prósent hlut í Jöká ehf., 55 prósent hlut í Alnitak ehf. og 15 prósent hlut í RZ ehf. Af opinberlega aðgengilegum ársreikningum er Jöká það umsvifamesta en þar er Jón Pétur stærsti eigandi. Meðeigendur hans eru Nils, Óli Björn og Jóhann Tómas Zimsen og er félagið skráð með heimilisfesti heima hjá Jóni Pétri. Sjá einnig: Kennarar ættu að koma sér úr hlutverki fórnarlamba Eigið fé Jöká ehf. var samkvæmt síðasta ársreikningi, frá rekstarárinu 2023, samtals rúmar 830 milljónir króna. Hagnaður nam rúmum 217 milljónum króna. Hlutabréf í eigu félagsins námu rúmum hálfum milljarði króna og þar á meðal voru hlutir í Brim, Marel, Hampiðjunni og Iceland Seafood International sem voru árið 2023 virði tæplega 90 milljóna króna. Virði bréfa félagsins í Brim námu í árslok 2023 á þriðja tug milljóna króna. Síðan þá hefur Kvika, sem sér um sjóðsstýringu á hlutabréfum fyrir Jöká ehf., selt bréfin í Brim svo eftir stendur hlutur upp á nokkur hundrað þúsund krónur í fyrirtækinu. Miðað við hlut félagsins í Kerecis sem hefur síðan verið selt fyrir á annað hundrað milljarða má gera ráð fyrir því að eignasafn Zimsenanna sé talsverðs meira virði í dag. Auk eignarhluts félagsins í fyrirtækjum í sjávarútvegi fjárfesti Jöká einnig í skuldabréfum árið 2023. Þeirra á meðal voru skuldabréf útgefin af Útgerðarfélagi Reykjavíkur, stærsta eiganda Brims upp á 20 milljónir, og 80 milljóna króna víxill frá Iceland Seafood. Ástríða fyrir árangri unglinga - ekki peningum „Því betur sem íslenskum fyrirtækjum gengur því betra fyrir alla sem eiga í þeim og allt samfélagið þar sem skattspor eykst við góðan árangur. Bæði hefur fólk fjárfest beint í þeim og svo eiga lífeyrissjóðir töluvert í þeim eins og öllum fyrirtækjum á markaði,“ segir Jón Pétur í samtali við fréttastofu. Jón Pétur Zimsen hefur á stuttum tíma sínum á Alþingi fjallað mikið um áfasta plasttappa og meinta aðför ríkisstjórnarinnar að sjávarútveginum.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa tekið þátt í atvinnulífinu í langan tíma og segir flesta eiga að gera það sem hafa til þess fjárráð og þola áhættuna. Jón Pétur segir það raunar koma sér vel að stjórnmálamenn eigi eignarhluta í ofangreindum félögum „þegar stjórnmálamenn reyna að skaða fyrirtæki í almannaeigu.“ Þar á hann væntanlega við veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, lengstu þingumræðu frá sameiningu málstofanna þar sem hann var á meðal ræðukónga. Hann klykkir út með að segja að þrátt fyrir umsvif sín sé atvinnulífið alltaf í öðru sæti hjá sér. „Ástríðan hefur verið að vinna með unglingum, að þeir nái árangri í lífinu. Ótal vinir mínir hafa ekkert skilið í því að ég hafi helgað mig kennslu í tæp þrjátíu ár þegar ég hafi haft ótal möguleika á að fara annað. Lífið er nefnilega miklu meira en peningar. Það er nefnilega miklu betra að geta hjálpað öðrum að breiða út vængina,“ segir Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og erfingi umtalsverðra fjármuna. Fréttin hefur verið leiðrétt eftir nýjar upplýsingar frá Jóni Pétri um breytingar sem orðið hafa á eign hans í Brim frá því ársreikningi Jöká ehf. fyrir árið 2023 var skilað. Ársreikningurinn er nýjasta opinbera gagnið um stöðu félagsins. Í dag nemur eign Jóns Péturs í Brim nokkur hundrað þúsund krónum. Þá var fullyrt að Jón Pétur væri erfingi milljarða króna sem er ekki rétt. Tengd skjöl ÁrsreikningurÁRSREIKNINGUR2023Sækja skjal
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fjármálamarkaðir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira