Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 16:37 Í heildina hafa 88 íbúar á Gasa verið drepnir í árásum Ísraela það sem af er degi. EPA Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. Þetta hefur Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher boðaði rýmingar á nokkrum svæðum í miðhluta Gasa í dag. Auk hinna 67 sem stóðu í röðinni var tilkynnt um sex mannföll í nágrenninu. Árásin er ein af mörgum, nærri daglegum, sem Ísraelsher hefur gert á óbreytta borgara í leit að aðstoð eða matarskammti. Síðast í gærmorgun voru 36 Gasabúar drepnir á leið að hjálparstöð, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu um nokkurt skeið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa létust átján úr hungri síðasta sólarhring á svæðinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að hermenn hafi skotið í átt að hópi fólks á norðurhluta Gasa til að fjarlægja það sem herinn kallaði „bráða ógn“. Vísbendingar væru um að færri hefðu látist en tölur heilbrigðisyfirvalda á Gasa gæfu í skyn. Þá hefur miðillinn eftir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að skömmu eftir að 25 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi ekið inn á svæðið og mætt stórum hópum soltinna íbúa. Þá hafi herinn hafið að skjóta á íbúana. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að í heildina hafi 88 íbúar á Gasa verið drepnir í árásum Ísraela það sem af er degi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. 18. júní 2025 07:34 Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19. júlí 2025 22:16 „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. 14. júlí 2025 06:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher boðaði rýmingar á nokkrum svæðum í miðhluta Gasa í dag. Auk hinna 67 sem stóðu í röðinni var tilkynnt um sex mannföll í nágrenninu. Árásin er ein af mörgum, nærri daglegum, sem Ísraelsher hefur gert á óbreytta borgara í leit að aðstoð eða matarskammti. Síðast í gærmorgun voru 36 Gasabúar drepnir á leið að hjálparstöð, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu um nokkurt skeið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa létust átján úr hungri síðasta sólarhring á svæðinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að hermenn hafi skotið í átt að hópi fólks á norðurhluta Gasa til að fjarlægja það sem herinn kallaði „bráða ógn“. Vísbendingar væru um að færri hefðu látist en tölur heilbrigðisyfirvalda á Gasa gæfu í skyn. Þá hefur miðillinn eftir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að skömmu eftir að 25 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi ekið inn á svæðið og mætt stórum hópum soltinna íbúa. Þá hafi herinn hafið að skjóta á íbúana. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að í heildina hafi 88 íbúar á Gasa verið drepnir í árásum Ísraela það sem af er degi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. 18. júní 2025 07:34 Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19. júlí 2025 22:16 „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. 14. júlí 2025 06:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. 18. júní 2025 07:34
Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19. júlí 2025 22:16
„Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. 14. júlí 2025 06:34