Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Brynjarsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun