Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar 19. júlí 2025 08:02 Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Brynjarsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra hótana stjórnarliða um að ákvæðinu verði beitt óspart á komandi þingi verði stjórnarandstaðan óþægilegur ljár í þúfu ríkisstjórnarinnar. Spennandi tímar fram undan svo ekki sé meira sagt. Gjörðir án ábyrgðar Það eru þó ekki einungis þau mál sem voru samþykkt sem vöktu athygli, heldur einnig þau mál ríkisstjórnarinnar sem ekki náðist að klára, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Má þar helst nefna frumvarp menningar- nýsköpunar og háskólaráðherra um námsstyrki og strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra. Hið síðarnefnda er sérstakt baráttumál Flokks fólksins sem lagt er fram til að uppfylla loforð ríkisstjórnarinnar um að 48 daga strandveiðar í sumar verði tryggðar, óháð því magni sem veitt er. Nú liggur fyrir að ekki verður staðið við það loforð. Sérstaklega er fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarliða, sem hafa meirihluta á þingi og fara því með dagskrárvaldið, við því að frumvörpin voru ekki sett á dagskrá. Þeir vilja nefnilega meina að þeir hafi ekkert með það að gera, ábyrgðin sé minnihlutans, því hann var í málþófi (út af allt öðru máli reyndar). Það er eins og ríkisstjórnin geti ekki gert upp hug sinn hvort hún sé verkstjórn sem er með allt á hreinu og kemur sínum málum í gegn, eða að stjórnarandstaðan hafi þingið í gíslingu og meirihlutinn hafi enga stjórn á Alþingi. Hvort er það? Það getur ekki verið bæði. Það getur hins vegar vel verið hvorugt, eins og allt bendir nú til. Skattar fyrst, svo allt hitt Sú söguskýring að stjórnarandstaðan hafi tekið Alþingi í gíslingu stenst augljóslega enga skoðun þar sem meirihlutinn er eins og áður segir með dagskrárvaldið og gat hvenær sem sett áðurnefnd frumvörp á dagskrá. Stjórnarandstaðan lagði meira að segja sjálf til að liðkað yrði fyrir öðrum málum en skattahækkunarmáli atvinnuvegaráðherra, en það var fellt af meirihlutanum. Það má svo sjá svart á hvítu á heimasíðu Alþingis að allt tal stjórnarliða um að Alþingi „hafi verið tekið í gíslingu“ af stjórnarandstöðunni á sér enga stoð í raunveruleikanum. Á þeim 28 dögum frá því að 2. umræða um veiðigjaldið hófst þann 14. júní, þar til kjarnorkuákvæðinu var beitt 11. júlí, voru samþykkt samtals 18 þingmál meirihlutans, eða tæplega 40% allra mála sem samþykkt voru á þessu þingi. 18 mál á 28 dögum þykir ekki rýr uppskera í nokkru samhengi. Það er því bersýnilega rangt að stjórnarandstaðan hafi með málþófi í veiðigjaldamálinu stöðvað öll önnur mál, enda hlutu fjölmörg stjórnarmál afgreiðslu á þeim tíma sem málþófið stóð yfir. Skýr forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Það er ekkert nýtt að ríkisstjórn birti metnaðarfulla þingmálaskrá í upphafi þings, enda eðlilegt að hún vilji setja mark sitt á samfélagið. Það er ekkert óvenjulegt að boginn sé spenntur hátt og öll möguleg mál sem stjórninni hugnast talinn þar upp með þá von að ná sem flestum í gegn. Hins vegar hefur engri ríkisstjórn tekist að koma í gegn hverju eina og einasta máli á þingmálaskrá sinni. Eðli máls samkvæmt verður ríkisstjórnin að forgangsraða málum sínum, eins og allar ríkisstjórnir hafa þurft að gera. Þau frumvörp sem ekki voru kláruð voru einfaldlega ekki ofarlega á forgangslista stjórnarinnar og því voru þau ekki meðal þeirra 18 stjórnarmála sem hlutu brautargengi á seinustu fjórum vikum þingsins. Af þessu má sjá skýra forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Eina planið var að hækka skatta og annað skyldi mæta afgangi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar