Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 12:04 Jón Pétur Zimsen hefur látið mikið til sín taka í umræðum á Alþingi og ekki síður á Facebook. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. Jón Pétur, sem tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu Alþingiskosningum, hefur vakið athygli fyrir mikla virkni á Facebook þar sem hann hefur skrifað fjölda pistla um hugðarefni sín. Nú eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem fá greiningu skólastjórans fyrrverandi. „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar,“ segir Jón Pétur í pistlinum sem er með ljóðrænni hætti en flestir hans pistla. Stundarvinsældir á kostnað almannahags? „Ertu stjórnlyndur? Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.“ Hann veltir fyrir sér sýndargóðmennsku. „Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“ Aðrir kjósendur vilji öllum gott og lyfta öllum Hann spyr lesendur sína í framhaldinu hvort það kjósi Samfylkinguna, Viðreisn eða Flokk fólksins - sem fimmtíu prósent kjósenda gerðu í kosningunum í nóvember 2024. „Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ segir Jón Pétur. „Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“ Stjórnarþingmenn sagðir heiglar Pistill Jóns Péturs vekur ýmis viðbrögð en kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem reglulega taka undir með honum í pistlum um önnur mál, eru ekki sjáanlegir á lækhnappinum eða umræðum. Heldur ekki þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem Jón Pétur kallar heigla í framhaldsfærslu og vísar til þess að ekki hafi farið fram nægilega mikil umræða á Alþingi um hækkun á veiðigjöldum sem hann vísar til sem 80 prósenta skattahækkunar. Hann er sannfærður um að afleiðingarnar verði mun verri en innkoma ríkissjóðs vegna hækkunarinnar. Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga vegna langrar umræðu um veiðigjaldafrumvarpið sem þá var orðin lengsta umræða seinni tíma á Alþingi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og helstu útgerðarfélög landsins hafa varað verulega við hækkun veiðigjalda. Borið hefur á gagnrýni í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna hagsmuna þeirra í sjávarútvegi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnaði á dögunum að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hefðu nokkuð með afstöðu hans til veiðigjalda að gera og svaraði þannig fyrir umfjöllun DV. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Jón Pétur, sem tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu Alþingiskosningum, hefur vakið athygli fyrir mikla virkni á Facebook þar sem hann hefur skrifað fjölda pistla um hugðarefni sín. Nú eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem fá greiningu skólastjórans fyrrverandi. „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar,“ segir Jón Pétur í pistlinum sem er með ljóðrænni hætti en flestir hans pistla. Stundarvinsældir á kostnað almannahags? „Ertu stjórnlyndur? Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.“ Hann veltir fyrir sér sýndargóðmennsku. „Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“ Aðrir kjósendur vilji öllum gott og lyfta öllum Hann spyr lesendur sína í framhaldinu hvort það kjósi Samfylkinguna, Viðreisn eða Flokk fólksins - sem fimmtíu prósent kjósenda gerðu í kosningunum í nóvember 2024. „Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ segir Jón Pétur. „Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“ Stjórnarþingmenn sagðir heiglar Pistill Jóns Péturs vekur ýmis viðbrögð en kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem reglulega taka undir með honum í pistlum um önnur mál, eru ekki sjáanlegir á lækhnappinum eða umræðum. Heldur ekki þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem Jón Pétur kallar heigla í framhaldsfærslu og vísar til þess að ekki hafi farið fram nægilega mikil umræða á Alþingi um hækkun á veiðigjöldum sem hann vísar til sem 80 prósenta skattahækkunar. Hann er sannfærður um að afleiðingarnar verði mun verri en innkoma ríkissjóðs vegna hækkunarinnar. Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga vegna langrar umræðu um veiðigjaldafrumvarpið sem þá var orðin lengsta umræða seinni tíma á Alþingi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og helstu útgerðarfélög landsins hafa varað verulega við hækkun veiðigjalda. Borið hefur á gagnrýni í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna hagsmuna þeirra í sjávarútvegi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnaði á dögunum að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hefðu nokkuð með afstöðu hans til veiðigjalda að gera og svaraði þannig fyrir umfjöllun DV. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira