Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júlí 2025 12:01 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“ Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“
Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira