Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júlí 2025 12:01 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Hlutabréfavirði Icelandair hefur lækkað um rúm sextán prósent í dag eftir birtingu uppgjörs annars ársfjórðungs í gær. Hagnaður eftir skatta nam 1,7 milljarði króna, en stór hlut af honum var í formi skattalegrar inneignar. Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“ Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira
Uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair var birt í gær og kynnt í morgun. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að hagnaður eftir skatta hafi verið 1,7 milljarður króna, en á sama tímabili í fyrra var hann um hundrað milljónir króna. Tekjuaukning nam þrettán prósentum en farþegatekjur námu 50,2 milljörðum króna. FF7 vekur athygli á því að hagnaðurinn hafi í raun verið 893 milljónir fyrir skatt. Skattaleg inneign hækkar hagnaðinn um 756 milljónir til viðbótar og hagnaður eftir skatta því um 1,7 milljarður. Því séu það fjármagnsliðir en ekki reksturinn sjálfur sem standa undir meirihluta hagnaðarins. Hlutbréfavirði Icelandair hafði hækkað hægt og rólega síðasta mánuðinn og farið úr 1,01 krónu á hlut þann 23. júní síðastliðinn, upp í 1,28 krónu í gær. Hækkun um 26,73 prósent. Hún hefur þó gengið alfarið til baka eftir birtingu uppgjörs og þegar þetta er skrifað voru síðustu viðskipti gerð á 1,07 krónu. Á einum degi hefur virðið því lækkað um sextán prósent. Þó voru bjartar hliðar í uppgjörinu, en Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í apríl og júní með stundvísi upp á 87,2 prósent. Lausafjárstaða félagsins er 69,4 milljarðar króna og hefur aldrei verið sterkari. Þá er vísað til þess að breyting á framboði til og frá Íslands styrki stöðu Icelandair sem leiðandi tengiflugfélag, og er þar væntanlega verið að vísa til þess að Play ætli að einblína á flugferðir til sólarlanda. „Raungengi íslensku krónunnar er nú nálægt sögulegu hámarki. Sagan sýnir að þessi staða er ósjálfbær og mikil áskorun fyrir útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þess vegna er nauðsynlegt að efnahagsstefna stjórnvalda endurspegli þennan veruleika, ekki síst í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að auka skattlagningu á ferðaþjónustu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, í tilkynningunni til Kauphallar. Bókunarstaða í þriðja ársfjórðungi sé betri en á sama tíma í fyrra og gerir Bogi ráð fyrir því að afkoma félagsins muni batna milli ára í fjórðungnum. „Með þeim breytingum sem eru að verða í framboði til og frá Íslandi og umbreytingarvegferð okkar sem er þegar farin að skila árangri erum við í góðri stöðu til að takast á við tímabundnar sveiflur, styrkja markaðsstöðu félagsins og skapa virði til lengri tíma fyrir hluthafa, viðskiptavini og íslenskt efnahagslíf og samfélag.“
Icelandair Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Sjá meira