Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Jennifer Lopez ásamt eiginmönnum sínum fjórum: Ojani Noa, Cris Judd, Marc Anthony og Ben Affleck. Getty Jennifer Lopez greindi aðdáendum sínum frá því á tónleikum að hún ætlar ekki að gifta sig oftar. Lopez hefur gengið í hjónaband fjórum sinnum og skilið jafnoft. Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“ Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“
Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist