Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 13:46 Grindavík spilar í Vogum annað kvöld. Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG Heimaleikur Grindavíkur við Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta annað kvöld mun ekki fara fram í Grindavík vegna yfirstandandi eldgoss. Um er að ræða fyrsta heimaleik liðsins sem þarf að færa frá bænum í sumar. Eldgos hófst í fyrrinótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík, en bærinn var rýmdur í varúðarskyni. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi á hættustig í gær. Af þeim sökum hefur bærinn verið lokaður almenningi síðan. Borið hefur á mótmælum Grindvíkinga vegna lokunar á bænum. Bláa lónið er opið og þá fer meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fram á golfvelli Grindvíkinga í dag, eftir aflýsingar á fyrsta degi mótsins í gær. Auk þess heimsótti Ursula ven der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Grindavíkurbæ í dag. Grindvískir mótmælendur flautuðu bílflautum sínum þegar van der Leyen keyrði þar framhjá ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, til Grindavíkurbæjar. Sjá má á vef KSÍ að leikur Grindavíkur við Selfoss annað kvöld hefur verið færður af Grindavíkurvelli á Vogaídýfuvöllinn, heimavöll Þróttar Vogum við Vatnsleysuströnd. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Um er að ræða fyrsta leikinn sem Grindvíkingar geta ekki leikið á heimavelli sínum í sumar. Grindavík spilaði heimaleiki sína í Safamýri síðasta sumar en hóf aftur að spila í Grindavík þegar Lengjudeildin fór af stað í vor. Töluverð spenna er meðal Selfyssinga fyrir leik morgundagsins en líklegt er að fyrrum landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson spili sinn fyrsta leik eftir heimkomu sína en hann fékk leikheimild með Selfyssingum við opnun félagsskiptagluggans í dag. UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Eldgos hófst í fyrrinótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík, en bærinn var rýmdur í varúðarskyni. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi á hættustig í gær. Af þeim sökum hefur bærinn verið lokaður almenningi síðan. Borið hefur á mótmælum Grindvíkinga vegna lokunar á bænum. Bláa lónið er opið og þá fer meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur fram á golfvelli Grindvíkinga í dag, eftir aflýsingar á fyrsta degi mótsins í gær. Auk þess heimsótti Ursula ven der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Grindavíkurbæ í dag. Grindvískir mótmælendur flautuðu bílflautum sínum þegar van der Leyen keyrði þar framhjá ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, til Grindavíkurbæjar. Sjá má á vef KSÍ að leikur Grindavíkur við Selfoss annað kvöld hefur verið færður af Grindavíkurvelli á Vogaídýfuvöllinn, heimavöll Þróttar Vogum við Vatnsleysuströnd. Fótbolti.net greindi fyrst frá. Um er að ræða fyrsta leikinn sem Grindvíkingar geta ekki leikið á heimavelli sínum í sumar. Grindavík spilaði heimaleiki sína í Safamýri síðasta sumar en hóf aftur að spila í Grindavík þegar Lengjudeildin fór af stað í vor. Töluverð spenna er meðal Selfyssinga fyrir leik morgundagsins en líklegt er að fyrrum landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson spili sinn fyrsta leik eftir heimkomu sína en hann fékk leikheimild með Selfyssingum við opnun félagsskiptagluggans í dag.
UMF Grindavík Grindavík Lengjudeild karla Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira