Íslenski boltinn

Nýir er­lendir leik­menn halda á­fram að streyma í botnliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taylor Hamlett , Candela Gonzalez og Isabelle Gilmore er ætlað að breyta miklu fyrir Austankonur.
Taylor Hamlett , Candela Gonzalez og Isabelle Gilmore er ætlað að breyta miklu fyrir Austankonur. @fhl.fotbolti

FHL heldur áfram að styrkja liðið sitt fyrir baráttuna um halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta.

FHL hefur nú samið við spænska miðjumanninn Candelu Gonzalez.

Hún er 22 ára gömul og spilaði á síðasta ári með Texas A&M alþjóðlega háskólanum í Bandaríkjunum. Hún byrjaði þó háskólanám sitt í Snow háskólanum í Utah en hætti þar eftir tvö ár.

„Hún er sterk og leikinn með boltann og mun styrkja spil FHL,“ segir í frétt á miðlum FHL.

Gonzalez var með tvö mörk og tvö stoðsendingar í tólf leikjum á lokaári sínu í háskóla.

Gonzalez er þriðji leikmaðurinn sem FHL hefur sótt í EM-fríinu en hinar eru framherjinn Taylor Hamlett og varnarmaðurinn Isabelle Gilmore. FHL hefur því styrkt sig í vörn, á miðju og í sókn.

FHL þurfti líka á liðstyrk að halda en liðið hefur tapað tíu fyrstu leikjum sínum og aðeins skorað fjögur mörk á móti 32.

Fyrsti leikur FHL með nýja leikmenn er á móti Val á útivelli í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×