Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 17. júlí 2025 09:00 Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við. Árátta- og þráhyggja er það sem fræðin myndu líklegast kalla þessa skrýtnu hegðun, en í mínum huga hefur hún verið leið til að skapa öryggi. Öryggi um að enginn komist inn á heimilið sem á ekki að vera þar og öryggi um að aðgerðir eða aðgerðaleysi valdi ekki skaða á neinum eða neinu í mínu nærumhverfi. Svona eins og ef ég myndi gleyma að slökkva á vaskinum og vatnskemmdir myndu eiga sér stað með tilheyrandi raka og myglskemmdum. Erfiðar upplifanir í barnæsku og afleiðingar þess er eitthvað sem ég leiði hugann oft að í þeirri viðleitni að eiga við óuppgerða upplifun af barnafátækt. Í því samhengi hef ég velt því fyrir mér hvort að erfiðar upplifanir í barnæsku, nú eða í lífinu almennt, geti ýtt undir svona áráttuhegðun. Eru heilar og líkamar sem hafa upplifað ringulreið og séð hættu í hverju horni, líklegri til að margyfirfara hlutina í viðleitni við að skapa sér öryggi og ró? Húsnæðisöryggi barna er í mörgum tilfellum ekki tryggt þar sem börn búa með fjölskyldum sínum á ógnandi leigumarkaði þar sem leiguverð getur hækkað skyndilega. Leigjendur telja sig vera heppna ef leigusali er fljótur að gera við það sem þarf að gera við og leigjendur telja sig heppna ef þeir ná alltaf að finna íbúð innan skólahverfis barna sinna í þeim tíðum flutningum sem leigjendum er gert að búa við. Efnahagslegu öryggi leigjenda og barna þeirra er ítrekað ógnað þar sem húsaleiga gleypir upp helstu ráðstöfunartekjur leigjenda mánuð eftir mánuð. Því reyni ég, sem sósíalisti í borgarstjórn, að gera allt sem hægt er til að borgin bjóði upp á viðeigandi húsnæði á viðeigandi verði. Markmiðið er að börnum og fjölskyldum þeirra líði vel í húsnæðinu sem þau búa í, að þau viti að þau geti verið þar eins lengi og þau vilja og að þau séu örugg. Leigjendur eiga rétt á íbúðum sem eru lausar við myglu, lausar við vandamál og þröngbýli. Borgin þarf að stórauka félagslegt leiguhúsnæði og auka samstarf við aðila sem byggja upp óhagnaðardrifið húsnæði, líkt og verkalýðshreyfinguna. Báðir þessir þættir eru áhersluatriði núverandi samstarflokka í borginni. Þangað til að nægt húsnæði er orðið að veruleika er eðlilegt að skoða leiðir til að lækka þann gríðarlega háa leigukostnað sem leigjendur þurfa að greiða í hagnaðardrifnu húsnæðiskerfi. Því vona ég að hægt verði að finna leiðir til að breyta sérstökum húsnæðisstuðningi þannig að hann nái til fleiri innan borgarinnar sem þurfa að greiða hátt leiguverð. Húsnæði er grunnforsenda velferðar og án öruggs húsnæðis getur svo margt farið úrskeiðis. Annar veruleiki er möguleiki og sá veruleiki er mitt leiðarljós. Veruleiki þar sem öryggi og vellíðan leigjenda og allra sem þurfa á heimili að halda er í forgrunni. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun