Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2025 23:01 Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Von der Leyen hefur verið áberandi rödd í Evrópu sem opinberlega styður Ísrael. Hún lýsti því strax yfir, án samráðs við aðildarríki eða stofnanir sem fara með utanríkismál ESB, að „Evrópa stæði með Ísrael“ eftir 7. október og gerði sér lítið fyrir og flaug í nafni ESB til Ísraels til þess að undirstrika þennan stuðning skilyrðislaust. Utanríkisstefna ESB er hins vegar formlega á ábyrgð æðsta utanríkisfulltrúa sambandsins og á að samræmast sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Engu að síður hefur Von der Leyen sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli og gert það í krafti stöðu sinnar sem hún hefur notað langt út fyrir formlegt umboð. Von der Leyen hélt áfram að styðja Ísrael opinberlega, meðal annars með því að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við „rétt Ísraels til að verja sig“ og það eftir að tugþúsundum manns, mestmegnið konur ogbörn, hafði verið slátrað af Ísraelsher. Sú yfirlýsing var ekki samþykkt af öllum aðildarríkjum og margir, meðal annars ráðherrar frá Írlandi og Spáni, gagnrýndu hana harðlega. Hún þegir þegar sprengjur falla á sjúkrahús og hefur aldrei fordæmt umsátur og hungursneyð sem beinist gegn almennum borgurum á Gaza sem Alþjóðadómstóllinn rannsakar nú sem hugsanlegt þjóðarmorð. Þrátt fyrir að Alþjóðlegi Sakamáladómstóllinn hafi gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu heldur hún áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist. Við, Íslendingar, erum ekki í Evrópusambandinu en við tilheyrum innri markaði Evrópu. Við deilum viðskiptakerfi með ESB og við fylgjum flestu af því regluverki sem sambandið byggir á. Ef við eigum að vera hluti af því rými, þá verðum við líka að spyrja: hvaða Evrópu erum við að taka þátt í? Ætlar Evrópusambandið að líta framhjá alþjóðalögum og styðja áfram yfirvöld sem sæta rannsóknum fyrir þjóðarmorð? Samkvæmt JosephBorelli, fyrrum fulltrúa utanríkismála hjá ESB, framleiðir Evrópa helming þeirra sprengja sem falla á Gaza. Evrópuríki leyfa Netanyahu að fljúga óáreittur yfir lofthelgi sína, jafnvel þau ríki sem skrifað hafa undir Rómarsamþykktina og skuldbundið sig til að styðja viðAlþjóðasakamáladómstólinn. Þetta er ekki lengur hlutleysi – þetta er pólitískmeðábyrgð. Ísland hefur viðurkennt Palestínu sem ríki. Við eigum ekki að vera samsek að styðja við eftirlýsta stríðsglæpamenn.Við höfum tekið afstöðu með mannréttindum og alþjóðalögum. Þess vegna ber íslenskum stjórnvöldum skylda til að tala skýrt fyrir hönd þjóðarinnar og krefjast þess að Evrópa uppfylli skyldur sínar og beiti sér gegn þjóðarmorði. Kæru ráðherrar, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, í guðannabænum, gerið Von der Leyengrein fyrir því að íslensk þjóð standi með Palestínu, með Sameinuðu Þjóðunum og með Francescu Albenese, sérstökum skýrslugjafa Sameinuðu Þjóðanna um Palestínu, sem sætur nú viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna að beiðni Ísraels. Kallið eftir því að Evrópa sameinist um viðskiptabann á Ísrael. Ekki bregðast okkur. Höfundur hefur unnið fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í 18 ár.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar