Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 12. júlí 2025 07:02 Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar