Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 11:53 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna. „Það er sögulegt en ekki óvænt eftir það sem að forystukonur ríkisstjórnarinnar sögðu á þinginu í gær. Málþófið er núna búið að standa í fjórar venjulegar vinnuvikur svo það gat eiginlega ekki haldið áfram,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að beita 71. grein þingskapalaga, stundum kallað kjarnorkuákvæðið, þýðir að forseti Alþingis getur sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðin mál. Það gerðist nú í morgun þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lagði til að umræðum yrði hætt þegar í stað og eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna verður nú gengið til efnislegrar atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið. „Þetta þýðir að meirihlutinn hefur gert það alveg skýrt að minnihlutinn ræður ekki niðurstöðu þingmála. Ýmsir hafa talið og haldið því fram að ef að þessu ákvæði yrði beitt þá yrði allt vitlaust í þinginu, það yrði slíkar hefndaraðgerðir að allt þingið væri óstarfhæft. Það verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist núna í framhaldinu og hvernig stjórnarandstaðan bregst við,“ segir Ólafur. Hann segir enga leið til að segja til um hvernig framhaldið verður. „Það veltur á því hve miklu stjórnin hyggst koma í gegn á þessu þingi og ekki síður á því hver viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við öðrum málum sem stjórnin vill koma í gegn. Það er í fullkominni óvissu eins og stendur.“ Ekki algengt að svo þung orð séu látin falla Málið varðar breytingar á veiðigjöldum en hafa umræður um frumvarp atvinnuvegaráðherrans staðið í rúmar 158 klukkustundir. Mikið gekk á í þinginu í gær og sökuðu þingmenn hvorn annan um einræðistilburði og valdarán. Ólafur segir þung orð líkt og þau hafa verið notuð áður en það sé ekki algengt. „Stóryrði voru sérstaklega mikið notuð varðandi deilurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni í Keflavík. Þá voru landráðabrigsl algeng en sem betur fer er orðbragð af þessu tagi ekki algengt í samtímanum.“ Aðspurður hvort að um óvenjulega harkalega byrjun á kjörtímabili sé að ræða segist Ólafur ekki viss. „Það hafa náttúrulega stundum verið mjög harkalegar deilur í þinginu en þetta hefur verði með harkalegasta móti. Þetta gríðarlega langa málþóf og síðan það úrræði að beita 71. greininni það er auðvitað fordæmalaust.“ Of snemmt að segja til um áhrifin Ólafur segir ákvörðun forseta Alþingis ekki hafa komið á óvart. „Við höfum búið við málþófshefð þó að aldrei hefur gerst áður að menn séu að ræða eitt mál í fjórar venjulegar vinnuvikur. Þetta er óþekkt hér í nágrannalöndunum. Miðað við allan aðdragandann kemur mér ekki á óvart að þessu ákveði hafi verið beitt núna,“ segir hann. Óvíst er hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar bregðist við ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna. Of snemmt sé að segja til um hvort Alþingi verði aldrei samt eftir þetta. „Það er of snemmt að segja til um það en það að stoppa málþóf með þessum hætti gæti vel þýtt að Alþingi verði aldrei samt aftur, það er að segja að málþóf af þessu tagi verði ekki framar liðið. Vonandi gerist það með því að þingmenn komi sér saman um breytingar á þingskapalögum en séu ekki í endalausum skærum í þinginu,“ segir Ólafur. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
„Það er sögulegt en ekki óvænt eftir það sem að forystukonur ríkisstjórnarinnar sögðu á þinginu í gær. Málþófið er núna búið að standa í fjórar venjulegar vinnuvikur svo það gat eiginlega ekki haldið áfram,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að beita 71. grein þingskapalaga, stundum kallað kjarnorkuákvæðið, þýðir að forseti Alþingis getur sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðin mál. Það gerðist nú í morgun þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lagði til að umræðum yrði hætt þegar í stað og eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna verður nú gengið til efnislegrar atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið. „Þetta þýðir að meirihlutinn hefur gert það alveg skýrt að minnihlutinn ræður ekki niðurstöðu þingmála. Ýmsir hafa talið og haldið því fram að ef að þessu ákvæði yrði beitt þá yrði allt vitlaust í þinginu, það yrði slíkar hefndaraðgerðir að allt þingið væri óstarfhæft. Það verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist núna í framhaldinu og hvernig stjórnarandstaðan bregst við,“ segir Ólafur. Hann segir enga leið til að segja til um hvernig framhaldið verður. „Það veltur á því hve miklu stjórnin hyggst koma í gegn á þessu þingi og ekki síður á því hver viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við öðrum málum sem stjórnin vill koma í gegn. Það er í fullkominni óvissu eins og stendur.“ Ekki algengt að svo þung orð séu látin falla Málið varðar breytingar á veiðigjöldum en hafa umræður um frumvarp atvinnuvegaráðherrans staðið í rúmar 158 klukkustundir. Mikið gekk á í þinginu í gær og sökuðu þingmenn hvorn annan um einræðistilburði og valdarán. Ólafur segir þung orð líkt og þau hafa verið notuð áður en það sé ekki algengt. „Stóryrði voru sérstaklega mikið notuð varðandi deilurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni í Keflavík. Þá voru landráðabrigsl algeng en sem betur fer er orðbragð af þessu tagi ekki algengt í samtímanum.“ Aðspurður hvort að um óvenjulega harkalega byrjun á kjörtímabili sé að ræða segist Ólafur ekki viss. „Það hafa náttúrulega stundum verið mjög harkalegar deilur í þinginu en þetta hefur verði með harkalegasta móti. Þetta gríðarlega langa málþóf og síðan það úrræði að beita 71. greininni það er auðvitað fordæmalaust.“ Of snemmt að segja til um áhrifin Ólafur segir ákvörðun forseta Alþingis ekki hafa komið á óvart. „Við höfum búið við málþófshefð þó að aldrei hefur gerst áður að menn séu að ræða eitt mál í fjórar venjulegar vinnuvikur. Þetta er óþekkt hér í nágrannalöndunum. Miðað við allan aðdragandann kemur mér ekki á óvart að þessu ákveði hafi verið beitt núna,“ segir hann. Óvíst er hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar bregðist við ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna. Of snemmt sé að segja til um hvort Alþingi verði aldrei samt eftir þetta. „Það er of snemmt að segja til um það en það að stoppa málþóf með þessum hætti gæti vel þýtt að Alþingi verði aldrei samt aftur, það er að segja að málþóf af þessu tagi verði ekki framar liðið. Vonandi gerist það með því að þingmenn komi sér saman um breytingar á þingskapalögum en séu ekki í endalausum skærum í þinginu,“ segir Ólafur.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira