„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 10:29 Guðrún er ekki ánægð með ákvörðun forseta. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira