„Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Hinrik Wöhler skrifar 10. júlí 2025 22:49 Besti fyrri hálfleikur Vals í sumar að mati þjálfara liðsins, Srdjan Tufegdzic. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði 3-0 sigri á Hlíðarenda í kvöld en Valur lagði eistneska liðið Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Hann var einkar ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum. Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira
„Mér finnst fyrri hálfleikur hjá okkur sá besti í sumar og þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt. Mjög sanngjarnt, yfir með þremur mörkum og gátum alveg bætt við fleirum í fyrri hálfleik,“ sagði Tufegdzic skömmu eftir leik. Leikmenn Vals féllu aftar á völlinn í seinni hálfleik og pressuðu gestirnir frá Eistlandi mun meira en þeir gerðu í fyrri hálfleik. Tufegdzic segir að leikplanið hafi breyst í seinni hálfleik. „Seinni hálfleikur, þá breyttu þeir og komu hærra á okkur. Við hættum aðeins að gera þetta sem við gerðum í fyrri hálfleik og hvernig við vorum að leggja leikinn upp. Við misstum aðeins stjórnina á þá en án þess að þeir voru að skapa færi, sem er líka styrkleiki. Við höldum áfram með varnarleikinn þó þeir séu að skapa. Heilt yfir er ég ánægður með sigurinn en í rauninni er bara 45 mínútur búnar.“ Hann segir að það voru ákveðin atriði sem klikkuðu í seinni hálfleik og þjálfarateymi Vals mun fara yfir málin á næstu dögum. „Pressan þeirra var þannig að við náðum ekki lesa í og hættum að gera það sem við gerðum vel í fyrri hálfleik. Hreyfing án bolta, hlaup í ákveðin svæði og allt það. Nú fáum við heila viku og við förum vel yfir þetta.“ Föst leikatriði skiluðu tveimur mörkum Tómas Bent Magnússon skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik. Hið fyrra kom úr hornspyrna en hið seinna úr aukaspyrnu. Tufegdzic þakkar Hauki Páli Sigurðssyni fyrir vinnuna kringum föstu leikatriðin og það skilaði tveimur mörkum. „Við erum að æfa þetta mikið. Haukur Páll sér um föstu leikatriðin og við erum að legga mikla áherslu á það. Alltaf ánægjulegt að skora fyrsta markið svona og opna leikinn, það hjálpar með spilamennskuna,“ sagði Tufegdzic Jónatan Ingi Jónsson var á skotskónum í kvöld.Vísir/Anton Þriðja mark Valsmanna var einkar glæsilegt, eftir flott samspil rak Jónatan Ingi Jónsson smiðshöggið á laglega sókn. „Jónatan á þetta mark skilið. Upp á síðkastið hefur hann kannski ekki skorað eins mikið og hann gerði í upphafi tímabils. Varnarleikur, ákefð og vinnusemi sem hann er búinn að sýna. Ég sagði við hann fyrir nokkrum vikum að hann myndi fá þetta til baka og nú er hann að uppskera,“ sagði Tufegdzic um þriðja markið. Gott veganesti inn í seinni leikinn Valsarar mæta fullir sjálfstrausts til Eistlands eftir viku og með þriggja marka forskot sem veganesti. „Bara eins og við mættum í dag. Það breytist ekkert, góður fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn þurfum að skoða vel. Höfum heila viku til að fara yfir þessa hluti og vera klárir í 90 mínútur í Eistlandi,“ sagði Tufegdzic að lokum.
Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Arsenal gæti spilað á Wembley á meðan Emitrates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Sjá meira