Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun