Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar 10. júlí 2025 16:03 Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Fréttir af flugi Matthías Arngrímsson Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á Facebook síðu Flugvarpsins skrifar Jóhannes Bjarni Guðmundsson um Menntasjóð Námsmanna og ECTS einingarnar sem eru "kerfisleg hindrun" fyrir þá sem stefna á flugið sem starfsréttindi. „Í tilefni af umræðu síðustu misseri og m.a. í nýlegum þætti Flugvarpsins um flugnám og stöðu þess í menntakerfinu er rétt að eftirfarandi komi fram; Um nokkurra ára skeið hefur samtvinnað nám til atvinnuflugmanns (ATPL réttindi) verið metið til 120 ECTS eininga hjá Menntasjóði námsmanna. Sjóðurinn lánar fyrir bóklegu og verklegu flugnámi sem skilgreint er fjórar annir, tvær í bóklegu og tvær í verklegu námi. Upphæðin sem Menntasjóður lánar er hins vegar í engu samræmi við kostnaðinn. Reglur Menntasjóðsins gera ráð fyrir því að hámarks skólagjaldalán sé 4,8 milljónir og þá miðað við 6 annir í 3 ára námi á háskólastigi. Af þessum sökum fær nemandi í flugnámi í hæsta lagi 2/3 af þessari hámarksupphæð þar sem námið er skilgreint á 4 annir en ekki 6. Það þýðir að nemandi í flugnámi fær að hámarki 3,2 milljónir króna upp í skólagjöld. Þessu til viðbótar er hægt að sækja um framfærslulán til Menntasjóðs á meðan á námi stendur og ef nemandi býr í foreldrahúsum má reikna með um 100.000kr á mánuði í þessar 4 annir samtals um 2 milljónir króna. Heildarlánið sem er í boði er þannig um það bil 5,2 milljónir króna hjá Menntasjóði námsmanna samkvæmt þessu dæmi.“ - JBG Þetta dugar skammt... Matthías Arngrímsson Af þessu má glöggt sjá að flugnemum er alvarlega mismunað eftir námsleiðum annars vegar og gagnvart nemendum í annars konar námi hins vegar. Ekki beint „jafnrétti til náms.“ Þetta er einstaklega ósanngjarnt og mikilvægt að leiðrétta þessa mismunun hratt og myndarlega. Það er ámælisvert að flugnemi með gott fjárhagslegt bakland skuli geta lokið sínu flugnámi hratt og vel, meðan sá sem ekkert hefur baklandið getur aðeins látið sig dreyma um námið, þar sem Menntasjóður lánar ekki fyrir verklega hlutanum eins og þarf. Flestir nemendur þurfa annað hvort að treysta á stuðning ættingja sem hafa skuldsett sig frekar til að hjálpa, eða taka "neyslulán" á háum vöxtum hjá bönkunum. Einnig má minnast á að nám til skipstjórnarréttinda er að fullu námslánahæft. Innviðaráðuneytið eða Mennta- og barnamálaráðuneytið „Þess má geta að 1. júlí s.l. auglýsti Mennta- og barnamálaráðuneytið eftir umsóknum frá flugskólum á Íslandi um styrki til þess að halda úti bóklegum hluta náms til atvinnuflugmannsréttinda. Heildarúthlutun mun samkvæmt frétt á vef Stjórnarráðsins nema allt að 30 milljónum króna og tekur eins og áður sagði eingöngu til bóklega hluta námsins.“ - JBG. Þetta má kalla jákvæðar fréttir, en samt byrjað á öfugum enda því flugnemar fá enga leiðréttingu í námslánakerfinu. Flugnám hefur hingað til heyrt undir Innviðaráðuneytið og hafa margir verið ósáttir við að flugnám skuli hafa verið olnbogabarn í menntakerfi landsmanna. Því þarf að breyta með því að efla flugnám í landinu og styðja við flugnema á jafnréttisgrundvelli, en ekki eingöngu styrkja skólana sem kenna til atvinnuflugmannsréttinda. Það þýðir lítið að styrkja suma skóla ef það vantar nemendur sem fá ekki nægileg námslán fyrir kostnaði námsins. Flugnemar á Reykjavíkurflugvelli ásamt Petter Hörnfeldt flugstjóra.Una Gísladóttir Sömuleiðis á að gera flugskólunum auðveldara að efla sína starfsemi sem fyrir utan grunnkennsluna hefur verið að viðhalda og endurnýja réttindi flugmanna og flugkennara á öllum aldri um allt land. Flugskólarnir hafa verið þeim stoð og stytta í endurþjálfun fyrir próf Samgöngustofu og hefur sá þáttur starfseminnar auðveldað flugmönnum að halda úti flugklúbbum og félagsstarfsemi í fluginu á Íslandi, grasrótinni sem er grunnstoð alls flugs í landinu. Höfundur er flugkennari, skólastjóri flugskóla og starfandi flugstjóri.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun