Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Árni Jóhannsson skrifar 10. júlí 2025 17:04 Sveindís Jane Jónsdóttir var langbesti leikmaður Íslands í kvöld Vísir/Anton Brink Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. Ísland skoraði fyrsta mark leiksins og þ.a.l. fyrsta mark liðsins á þessu móti. Katla Tryggvadóttir og Sveindís Jane sköpuðu usla í vörn Norðmanna á sjöttu mínútu, náðu tveimur skotum þar sem skot Sveindísar var varið í horn. Karólína Lea tók hornið, sem var gott, fann ennið á Alexöndru Jóhannsdóttur sem náði góðum skalla. Hann var varinn en Sveindís Jane var rétt kona á réttum stað og dúndraði boltanum í netið. Mikil gleði sem fylgdi því en hún var skammvinn því Noregur tók völdin frá og með markinu. Það tók ekki nema átta mínútur fyrir Noreg að jafna metin og þar var Signe Gaupset að verki eftir hornspyrnu sem hún sendi í hornið án þess að Cecilía Rán ætti möguleika á að verja. Gaupset átti eftir að gera nokkrar skráveifur í viðbót fyrir Ísland. Það var örlítið súrt að fá þetta mark en vörnin hafði verið góð út á velli en eitthvað klikkaði í vörninni í þessu fasta leikatriði. Gaupset var aftur á ferðinni 11 mínútum seinna og kom Noregi yfir. Ísland tapaði boltanum á miðjunni og Bøe Risa fékk tækifæri á að finna Gaupset sem gat farið að D boganum og lagt boltann framhjá Cecilíu í markinu. Ísland átti fína spil kafla en eins og oft áður þá vantaði upp á gæðin í sendingum og snertingum til að skapa færin. Norðmenn voru líka að komast í góðar stöður en náðu ekki að skora fleiri mörk. Staðan því 1-2 í hálfleik og Noregur með góð tök á þessum leik. Það tók þær norsku ekki nema fjórar mínútur að gera út um leikinn. Gaupset og Maanum spiluðu vörn Íslendinga sundur og saman og lagði Gaupset boltann á Maanum sem lagði boltann í markið og staðan orðin 1-3. Ísland reyndi að pressa en Norðmenn náðu að spila sig út úr þeirri pressu auðveldlega og fóru illa með íslenska liðið oft og tíðum. Það var bara tímaspursmál hvenær fjórða markið myndi líta dagsins ljós. Á 76. mínútu raungerðist það svo. Aftur var Gaupset sem var að skapa usla en nú lagði hún boltann á Maanum sem fékk að fara óáreitt að vítateigslínunni, skjóta og skora. Markið getur verið sýnidæmi um þau vandamál sem hafa hrjáð liðið á þessu móti en engin mætti Maanum sem gat gert ýmislegt til að koma sér í þægilega skotstöðu. Þá var leik lokið í raun og veru en Íslendingar verða seint þekktir fyrir að gefast upp og náðu þær að klóra í bakkann í tvígang. Sveindís Jane fékk boltann á miðjunni á 85. mínútu og keyrði af stað. Fíflaði einn varnarmann og dró næsta í sig sem opnaði svæði fyrir Hlín Eiríksdóttur. Sveindís fann Hlín og sú síðarnefnda gerði mjög vel í að leggja boltann í netið. Ísland fékk svo víti í uppbótartíma og þá var Hlín aftur á ferðinni. Hún var toguð niður og VAR herbergið greip inn í. Pesu, dómari, var send í skjáinn og hún dæmdi víti. Í kjölfarið var Lund send í sturtu eftir seinna gula spjaldið sitt. Glódís Perla steig á punktinn og sendi vítið í hornið ofarlega og dreif sig í að ná í boltann enda nokkrum andartökum bætt við. Því miður var tíminn of knappur og leiknum lauk með þriðja tapi Íslands. Það var því miður ekki margt jákvætt í þessum leik en þessi þrjú mörk og því var þetta mjög svekkjandi niðurstaða því Noregur átti í litlum vandræðum í þessum leik. Atvik leiksins Ég ætla að leyfa mér að velja fyrsta mark leiksins sem atvik leiksins. Það gaf okkur stuðningsmönnum von um að liðið myndi jafnvel ná stigi. Hornspyrnan var góð frá Karólínu Leu, skallinn góður hjá Alexöndru og Sveindís Jane var eins og gammur til að hirða frákastið og skora. Stjörnur og skúrkar Sveindís Jane Jónsdóttir náði, að mínu mati, loksins að sýna sitt rétta andlit. Skoraði mark og lagði upp annað, var kraftmikil og var í baráttunni allan leikinn. Hinsvegar voru aðrir leikmenn í vandræðum mest allan leikinn. Því miður. Heilt yfir var Signe Gaupset svo maður leiksins. Tvö mörk og tvær stoðsendingar segja nánast alla söguna en það verður líka að horfa í það að hún gerði vörn og miðju Íslands mjög erfitt fyrir í allt kvöld. Umgjörð og stemmning Íslensku áðdáendurnir hættu aldrei að hvetja liðið og heyrðist meira í þeim en þeim norsku allan leikinn. Það verður að bera virðingu fyrir því og frammistöðu þeirra á mótinu. Dómarinn Alina Pesu var lengi að flauta sig í gang í kvöld. Það var langt liðið á leikinn þegar hún dæmdi fyrstu aukaspyrnuna en svo sýnist mér hún hafa tekið réttar ákvarðanir allan leikinn. Bæði lið jafn pirruð á henni framan af og lítið út á hana að setja að endingu. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19
Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. Ísland skoraði fyrsta mark leiksins og þ.a.l. fyrsta mark liðsins á þessu móti. Katla Tryggvadóttir og Sveindís Jane sköpuðu usla í vörn Norðmanna á sjöttu mínútu, náðu tveimur skotum þar sem skot Sveindísar var varið í horn. Karólína Lea tók hornið, sem var gott, fann ennið á Alexöndru Jóhannsdóttur sem náði góðum skalla. Hann var varinn en Sveindís Jane var rétt kona á réttum stað og dúndraði boltanum í netið. Mikil gleði sem fylgdi því en hún var skammvinn því Noregur tók völdin frá og með markinu. Það tók ekki nema átta mínútur fyrir Noreg að jafna metin og þar var Signe Gaupset að verki eftir hornspyrnu sem hún sendi í hornið án þess að Cecilía Rán ætti möguleika á að verja. Gaupset átti eftir að gera nokkrar skráveifur í viðbót fyrir Ísland. Það var örlítið súrt að fá þetta mark en vörnin hafði verið góð út á velli en eitthvað klikkaði í vörninni í þessu fasta leikatriði. Gaupset var aftur á ferðinni 11 mínútum seinna og kom Noregi yfir. Ísland tapaði boltanum á miðjunni og Bøe Risa fékk tækifæri á að finna Gaupset sem gat farið að D boganum og lagt boltann framhjá Cecilíu í markinu. Ísland átti fína spil kafla en eins og oft áður þá vantaði upp á gæðin í sendingum og snertingum til að skapa færin. Norðmenn voru líka að komast í góðar stöður en náðu ekki að skora fleiri mörk. Staðan því 1-2 í hálfleik og Noregur með góð tök á þessum leik. Það tók þær norsku ekki nema fjórar mínútur að gera út um leikinn. Gaupset og Maanum spiluðu vörn Íslendinga sundur og saman og lagði Gaupset boltann á Maanum sem lagði boltann í markið og staðan orðin 1-3. Ísland reyndi að pressa en Norðmenn náðu að spila sig út úr þeirri pressu auðveldlega og fóru illa með íslenska liðið oft og tíðum. Það var bara tímaspursmál hvenær fjórða markið myndi líta dagsins ljós. Á 76. mínútu raungerðist það svo. Aftur var Gaupset sem var að skapa usla en nú lagði hún boltann á Maanum sem fékk að fara óáreitt að vítateigslínunni, skjóta og skora. Markið getur verið sýnidæmi um þau vandamál sem hafa hrjáð liðið á þessu móti en engin mætti Maanum sem gat gert ýmislegt til að koma sér í þægilega skotstöðu. Þá var leik lokið í raun og veru en Íslendingar verða seint þekktir fyrir að gefast upp og náðu þær að klóra í bakkann í tvígang. Sveindís Jane fékk boltann á miðjunni á 85. mínútu og keyrði af stað. Fíflaði einn varnarmann og dró næsta í sig sem opnaði svæði fyrir Hlín Eiríksdóttur. Sveindís fann Hlín og sú síðarnefnda gerði mjög vel í að leggja boltann í netið. Ísland fékk svo víti í uppbótartíma og þá var Hlín aftur á ferðinni. Hún var toguð niður og VAR herbergið greip inn í. Pesu, dómari, var send í skjáinn og hún dæmdi víti. Í kjölfarið var Lund send í sturtu eftir seinna gula spjaldið sitt. Glódís Perla steig á punktinn og sendi vítið í hornið ofarlega og dreif sig í að ná í boltann enda nokkrum andartökum bætt við. Því miður var tíminn of knappur og leiknum lauk með þriðja tapi Íslands. Það var því miður ekki margt jákvætt í þessum leik en þessi þrjú mörk og því var þetta mjög svekkjandi niðurstaða því Noregur átti í litlum vandræðum í þessum leik. Atvik leiksins Ég ætla að leyfa mér að velja fyrsta mark leiksins sem atvik leiksins. Það gaf okkur stuðningsmönnum von um að liðið myndi jafnvel ná stigi. Hornspyrnan var góð frá Karólínu Leu, skallinn góður hjá Alexöndru og Sveindís Jane var eins og gammur til að hirða frákastið og skora. Stjörnur og skúrkar Sveindís Jane Jónsdóttir náði, að mínu mati, loksins að sýna sitt rétta andlit. Skoraði mark og lagði upp annað, var kraftmikil og var í baráttunni allan leikinn. Hinsvegar voru aðrir leikmenn í vandræðum mest allan leikinn. Því miður. Heilt yfir var Signe Gaupset svo maður leiksins. Tvö mörk og tvær stoðsendingar segja nánast alla söguna en það verður líka að horfa í það að hún gerði vörn og miðju Íslands mjög erfitt fyrir í allt kvöld. Umgjörð og stemmning Íslensku áðdáendurnir hættu aldrei að hvetja liðið og heyrðist meira í þeim en þeim norsku allan leikinn. Það verður að bera virðingu fyrir því og frammistöðu þeirra á mótinu. Dómarinn Alina Pesu var lengi að flauta sig í gang í kvöld. Það var langt liðið á leikinn þegar hún dæmdi fyrstu aukaspyrnuna en svo sýnist mér hún hafa tekið réttar ákvarðanir allan leikinn. Bæði lið jafn pirruð á henni framan af og lítið út á hana að setja að endingu.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31 Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. 10. júlí 2025 21:19