Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2025 09:57 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur óvænt ávarp í þinginu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpaði þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Fulltrúar annarra flokka brugðust við ávarpinu að því loknu. Kristrún lýsti því yfir að ríkisstjórnin muni verja lýðveldið Ísland. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þingfundur dagsins hófst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld. Ávarpið og umræður í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan: „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum, sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins Íslands. Minnihlutinn á Alþingi viðurkennir ekki umboð meirihlutans til að fylgja sinni stefnu og stendur í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi,“ sagði Kristrún í upphafi ávarpsins. Aldrei lengra gengið í málþófi Framferði minnihlutans eigi sér engin fordæmi og stjórnarandstaðan hafi gengið lengra í málþófi en hafi nokkurn tímann verið gert á Alþingi Íslendinga. Sú staða sem upp er komin sé alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins og þýðir í raun að minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöður kosninga heldur freisti þess að stýra þinginu þrátt fyrir að vera ekki með meirihluta á Alþingi. „Lýðræðið er dýrmætt en viðkvæmt. Það veltur ekki aðeins á skrifuðum reglum, stjórnarskrá og þingsköpum, heldur einnig óskráðum reglum og virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum. Hvernig við umgöngumst lýðræðið skiptir máli, hvernig við umgöngumst vald, réttindi og skyldur skiptir máli. Og ábyrgð okkar sem sitjum á Alþingi er mikil. Nú er verkefni okkar að sýna að lýðræðið virki, að það geti átt sér stað valdaskipti hér á Íslandi, þegar þjóðin kýs nýtt upphaf í kosningum. Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki, fyrir fólkið.“ Muni verja lýðveldið Ísland Loks sagði Kristrún það skyldu sína sem forsætisráðherra að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því lýsti hún eftirfarandi yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi: „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis.“ Fréttin hefur verið uppfærð Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Þingfundur dagsins hófst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld. Ávarpið og umræður í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan: „Það er komin upp ný staða í íslenskum stjórnmálum, sem er fordæmalaus í sögu lýðveldisins Íslands. Minnihlutinn á Alþingi viðurkennir ekki umboð meirihlutans til að fylgja sinni stefnu og stendur í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála á Alþingi,“ sagði Kristrún í upphafi ávarpsins. Aldrei lengra gengið í málþófi Framferði minnihlutans eigi sér engin fordæmi og stjórnarandstaðan hafi gengið lengra í málþófi en hafi nokkurn tímann verið gert á Alþingi Íslendinga. Sú staða sem upp er komin sé alvarleg fyrir lýðræðið og stjórnskipan landsins og þýðir í raun að minnihlutinn viðurkenni ekki niðurstöður kosninga heldur freisti þess að stýra þinginu þrátt fyrir að vera ekki með meirihluta á Alþingi. „Lýðræðið er dýrmætt en viðkvæmt. Það veltur ekki aðeins á skrifuðum reglum, stjórnarskrá og þingsköpum, heldur einnig óskráðum reglum og virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum. Hvernig við umgöngumst lýðræðið skiptir máli, hvernig við umgöngumst vald, réttindi og skyldur skiptir máli. Og ábyrgð okkar sem sitjum á Alþingi er mikil. Nú er verkefni okkar að sýna að lýðræðið virki, að það geti átt sér stað valdaskipti hér á Íslandi, þegar þjóðin kýs nýtt upphaf í kosningum. Þetta er það sem er í húfi, að lýðræðið virki, fyrir fólkið.“ Muni verja lýðveldið Ísland Loks sagði Kristrún það skyldu sína sem forsætisráðherra að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því lýsti hún eftirfarandi yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi: „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira