Innlent

Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki

Agnar Már Másson skrifar
Arnar Haukur Sævarsson er búsettur í Reykjavík en síðast er vitað um ferðir hans á Hvammstanga í morgun.
Arnar Haukur Sævarsson er búsettur í Reykjavík en síðast er vitað um ferðir hans á Hvammstanga í morgun. lögreglan

Lögreglan á Norðurlandi vestra lýsir eftir hinum 17 ára Arnari Hauki Sævarssyni.

Arnar er 1,88 metrar á hæð, grannur og í nýjum hvítum Nike air skóm. Hann er að öllum líkindum í íþróttafötum líkt og á meðfylgjandi mynd. Talið er að Arnar sé í svörtum jakka. Hann er búsettur í Reykjavík en síðast er vitað um ferðir hans á Hvammstanga í morgun.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Arnars frá í morgun eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna á Norðurlandi vestra í síma 8559040.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×