Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 21:40 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi framkvæmdastjóri fasteignasölu þarf að endurgreiða þrotabúi félagsins greiðslur upp á samtals 1,1 milljón króna sem hann millifærði á sjálfan sig á tveggja vikna tímabili skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum, en bú fasteignasölunnar var tekið til gjaldþrotaskipta þann 29. maí í fyrra. Í málsatvikum segir að við skoðun skiptastjóra á veltureikningi félagsins hafi fjórar millifærslur af reikningi félagsins yfir á persónulegan reikning framkvæmdastjórans vakið grunsemdir. Millifærslurnar hafi verið framkvæmdar á tímabilinu 14. maí til 29. maí 2024, daginn sem búið var tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi var jafnframt annar stofnandi félagsins og prókúruhafi. Skuldaði öðru félagi í hans eigu Við skýrslutöku vegna skiptanna í ágúst í fyrra hafi framkvæmdastjórinn sagst meðvitaður um að gjaldþrot væri yfirvofandi í aðdraganda þess. Hann hafi aldrei verið á launaskrá hjá félaginu og ekki greitt neinum laun. Þá hafi hann ekki getað svarað því fyrir hvað millifærslurnar fjórar hafi verið. Hann hafi óskað eftir fresti til að leggja fram svör, fengið frestinn en þó engin svör gefið. Þrotabúið byggði mál sitt á því að maðurinn hafi með millifærslunum brotið lög um einkahlutafélög þar sem greiðslurnar teldust ekki til arðs, endurgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár eða varasjóðs eða vegna félagsslita. Þá lægi fyrir að ekki væri um launagreiðslur að ræða, þar sem framkvæmdastjórinn kvaðst aldrei hafa verið á launaskrá hjá fyrirtækinu. Greiðslurnar hafi öllu heldur verið óheimilar lánveitingar. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi bar fyrir sig að greiðslurnar hafi ekki verið lántökur heldur hafi hann millifært peninginn inn á sinn persónulega reikning til að gera upp skuldir félagsins við annað fyrirtæki í hans eigu, hvar hann var einnig prókúruhafi. Skuld félagsins við hitt félagið hafi meðal annars verið vegna kostnaðar við markaðssetningu, skráningu og myndatöku á fasteignum og vegna vinnu við frágang á kaupsamningum. Hvergi í bókhaldinu Við málsmeðferð leit héraðsdómur til þess að millifærslurnar hefðu hvergi verið bókaðar í bókhald fasteignasölunnar og að engar skýringar hefðu borist fyrir millifærslunum fyrr en málið var höfðað. Þá taldi dómurinn þau gögn sem framkvæmdastjórinn lagði fram sér til stuðnings ekki fullnægjandi og vísaði til laga um einkahlutafélög, sem er ætlað að koma í veg fyrir að eigendur einkahlutafélaga geti hagað fjármálum þeirra eins og þau séu þeirra persónulegu fjármál. Því sé óheimilt að greiða skuldir félaga án þess að það fari í gegnum bókhald þeirra og reikninga. Dómurinn mat það svo að samkvæmt ákvæðum laganna yrði að leggja til grundvallar að maðurinn hefði með millifærslunum veitt sjálfum sér lán. Honum var því, líkt og fyrr greinir, gert að endurgreiða þrotabúinu þá rúmlega 1,1 milljón sem hann lagði inn á sig með dráttarvöxtum. Þá var honum gert að greiða þrotabúinu sex hundruð þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira