Innlent

Flugvél snúið við vegna bilunar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir

Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt.

Vélin lenti heilu og höldnu og var henni ekið í stæði á flugvellinum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við fréttastofu að talsvert mikið viðbragð hafi verið á flugvellinum hjá almannavörnum, lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum vegna útkallsins.

Flugvélin hafi verið á leið til Chigaco.

„Viðbúnaðurinn var samkvæmt áætlunum og samkvæmt útkalli, en tilkynnt var um tæknibilun í vélinni. Mér skilst að það hafi verið eitthvað með vökvabúnað.“

Sem betur fer hafi ekkert óhapp orðið og í framhaldinu verði gert við vélina.

Tæplega 150 manns voru um borð í vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×