Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 19:53 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu. Vísir Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“ Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“
Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira