Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 19:53 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu. Vísir Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“ Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“
Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira