Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júlí 2025 07:03 Anna Guðný er alvön íslenska hestinum en segist stressuð fyrir því að fá hest til að ríða sem hún þekkir ekkert. Aðsend Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. Heildarvegalengd kappreiðanna eru þúsund kílómetrar. Til samanburðar er hringvegurinn í kringum Ísland 1.321 kílómetri. Þá er þessi vegalengd eins og að fara frá London til Berlínar eða frá París til Rómar með flugi eða að keyra frá Reykjavík til Akureyrar austurleiðina. Leiðin er merkt með vegvísum á 35 kílómetra millibili en annars er engin leiðarvísir, ekkert trúss og enginn til að aðstoða. Knapar hafa heimild til að bera fimm kíló á baki og eiga svo í stoppum að finna út úr mat og gistingu hjá hirðingjum sem búa á svæðinu. Keppnin var sett á stofn árið 2009 og segist Anna Guðný alltaf hafa verið mikill aðdáandi. Hana hafi lengi langað að taka þátt og áhuginn hafi bara aukist þegar Aníta tók þátt. „Ég fylgdist með hennar vegferð eins og hægt var, enda hafði mér alltaf fundist kappreiðar mjög spennandi, en þarna varð ég algjörlega heilluð,“ segir hún. Mongólía á landamæri við Kína og Rússland. Leiðina sem hún fer í kappreiðinni má sjá á kortinu. Vísir/Sara Á sama tíma hafi það verið fyrir hana aðeins fjarlægur draumur að taka þátt. Það var svo um jólin 2022 sem hún var, enn og aftur, að ræða þetta við þáverandi eiginmann sinn. „Við erum að skoða síðuna og fyrrverandi maðurinn minn spyr bara af hverju ég sæki ekki um ef þetta er draumurinn minn. Þannig ég sæki um fyrir 2025 og fæ svar í fyrrasumar um að ég sé samþykkt. Ég þurfti að senda myndir, myndband og viðtal, en þetta var dálítið stress því við skiljum í upphafi árs í fyrra.“ Að ljúka keppni afrek út af fyrir sig Í kringum skilnaðinn hafi verið mikið að gera vegna þess að hún keypti sinn fyrrverandi út úr búskap. Anna Guðný er bóndi á Eyjardalsá í Bárðardal þar sem hún ólst upp og stundar búskap með bæði kindur og hesta. Einnig rekur hún hestaleigu og klippir hár á hárgreiðslustofu á Akureyri í hlutastarfi. Ofan á það allt er hún einstæð tveggja barna móðir en dætur hennar og fyrrverandi mannsins hennar eru sjö og fimm ára. „Það vakti gríðarlega athygli þegar Aníta fór. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er þetta lengsta og erfiðasta kappreið í heimi, og hún stóð sig með prýði, þannig það er pressa. Að láta sig dreyma um að vinna er eitt, en bara að klára er afrek.“ Anna Guðný segir þennan draum tengjast því að ögra sjálfum sér, fara í náttúruna og finna út úr hlutunum. „Hestar hafa verið partur af lífi mínu alla mína tíð, hver laus stund frá búskap í barnæsku var nýtt til að þeysast um allar koppagrundir. Ég hef síðan deilt þessari ástríðu með bæði börnum og fullorðnum á reiðnámskeiðum sem ég hef skipulagt.“ Anna Guðný hefur auk þess sinnt leiðsögn í bæði lengri og styttri hestaferðum. Skiptir um hest á 40 kílómetra fresti Keppnin er alls tíu dagar og til að ná að klára þarf að fara minnst 100 kílómetra á dag. Skipt er um hest á um 30 til 40 kílómetra fresti og gist í tjöldum hirðingja á svæðinu. Alls eru því um 1.500 hestar sem taka þátt. „Maður hefur tíu daga til að ljúka keppni og þetta er eins og í Vasagöngunni, ef þú dregst of mikið aftur úr þá nærðu ekki að klára. Þú hefur ekki endalausan tíma, það eru takmörk, bara eins og ef það er verið að hlaupa maraþon. Sem þýðir að þú þarft að meðaltali að komast um 100 kílómetra á dag. Þeir sem eru harðastir eru að klára keppnina á áttunda degi.“ Anna Guðný fer reglulega í hestaferðir. Aðsend Hún segir þetta gríðarlega langan tíma í hnakki á dag. „Þú ert á hestbaki tíu til fjórtán tíma á dag. En þú skiptir reglulega um hesta. Þú ferð ekki lengra en 40 kílómetra á hverjum hesti þannig þú ert að fara í gegnum 26 til 28 hesta á meðan keppni stendur, og þú veist ekkert hvað þú færð í hendurnar.“ Fólk dregur miða og fær þann hest sem er á miðanum og þarf að gera sitt besta til að láta það virka. Lítist fólki illa á hestinn má það draga aftur. „Ég er ágæt að hanga á baki en ég er enginn rodeo-knapi. Ég hef verið í tamningum og hangið á stundum og stundum ekki. Ég myndi segja að þetta væri mest stressandi fyrir mig, að fá hest sem hrekkir mikið.“ Hún vinnur líka töluvert í hestaferðum og segist ýmsu vön en munurinn á því og keppninni sé að þá hafi alltaf verið um að ræða íslenska tamda hesta. Hún hafi þekkt aðstæður og getað reitt sig á aðra knapa. Það verði ekki reyndin í keppninni því þangað fari hún alveg ein. „Sumar fara með vini eða maka og þá er alltaf stuðningur.“ Gott að ræða við Anítu Anna Guðný er búin að ræða keppnina tvisvar við Anítu en segist vilja ræða við hana aftur áður en hún fer. „Það var alveg geggjað að tala við hana. Ég lá inni á miðlunum þegar hún var úti að leita að fréttum um það hvort hún væri enn á baki. Það er hefðbundið að það detti út 15 knapar af 45. Þau detta af baki, lenda í vökvaskorti, verða uppgefin eða slasa sig. Það er stressandi að vera á hestbaki í 30 gráðum, það verður erfitt því ég get ekki æft það.“ Hún segist eiga góða að sem styðji hana vel í undirbúningi keppninnar. Allur hennar frítími fari í undirbúning um þessi misseri „Ég er bóndi og var í heyskap til tvö í nótt og vaknaði svo snemma til að fara í hestaferð til að ná klukkutímum í hnakk. Svo á ég tvö börn sem ég er með helminginn af tímanum. Í júní var ég með reiðnámskeið og vinn líka við að klippa.“ Anna Guðný leggur af stað í keppnina þann 28. júlí. Þann 31. er hún sótt og keyrð á áfangastað í Ulaanbaatar þar sem skipuleggjendur fara yfir ýmis atriði eins og hvernig eigi að komast á milli stoppa og annað. Keppnin hefst í Ulaanbaatar og að henni lokinni er keppendum svo komið þangað aftur. Þegar hún er komin til Ulaanbaatar fá keppendur ýmsa fræðslu. Ströng þátttökuskilyrði Á vef keppninnar kemur fram að keppendur verða að vera vanir knapar, mega ekki vera meira en 85 kíló og ekki hærri en 185 sentímetrar á hæð. Þá kemur einnig fram að þeir verði að vera í góðu líkamlegu formi og vanir að ferðast, að tjalda og hvernig eigi að hugsa um hesta. Þar segir að velferð hestanna sé í forgrunni og að knapar þurfi fyrir keppni að sýna fram á þekkingu sína. „Það er búið að punkta leiðina en svo þarf fólk að finna út úr því sjálft ef það er á á leiðinni, eða ef það eru fjöll, hvort það fari dalinn til vinstri eða hvort það klífi fjallið. Þú þarft sjálfur að lesa og meta og ég þekki það úr göngum en þetta er landslag sem er gjörsamlega öðruvísi.“ Anna Guðný var samþykkt í keppnina í fyrra en segir árið hafa verið erfitt vegna skilnaðar. Fyrrverandi maðurinn hennar styðji þó vel við þessa vegferð. Aðsend Sem dæmi sé mikið af múrmeldýraholum sem verði að passa að lenda ekki ofan í. Múrmeldýr eru stórir íkornar. „Það eru ár og mýrar og maður þarf bara að koma sér yfir eins hratt og mögulegt er, en á skynsamlegan máta.“ Stundar nær alla útivist í stígvélum Anna Guðný segist aðallega spennt fyrir þátttökunni en líka stressuð. Það tengist minna keppninni sjálfri og meira öllu því sem hún þarf að gera áður en hún fer út. „Ég þarf að vera helling á hestbaki en ég þarf líka að setjast niður og klára að finna þessi síðustu atriði sem mig vantar upp á. Ég er bara þessi týpa sem segir að lopapeysan og 66 gráður norður jakki reddi öllu. Ég elska útivist en ég er ekki með einhvern flottan búnað. Helminginn af minni útivist stunda ég í stígvélum því það er svo mikið af bleytu að elta rollur. Ég er bara rosalega mikið úr sveit,“ segir hún og að sem betur fer eigi hún systkini sem séu dugleg í sveit og hafi ráðlagt henni með góðan búnað. Anna Guðný segist enn ekki hafa haft tíma til að kynna sér hvaða búnaður og klæðnaður sé bestur fyrir ferðina. „Ég þarf að taka svefnpoka og dýnu. Maður getur fengið að gista í tjöldum hirðingja en maður verður að hafa í huga að þá ertu að borða matinn frá þeim. Þess vegna er mælst með því að hafa pening á sér, til að greiða fyrir velviljann, og jafnvel einhverjar gjafir. En ég má ekki vera með nema fimm kíló á mér, og það er ekkert trúss. Það eru bara þessi fimm kíló sem koma með mér í tíu daga. Ef mig vantar eitthvað, þá er það bara þannig.“ Anna Guðný er bóndi á Eyjardalsá í Bárðardal þar sem hún ólst upp og stundar búskap með bæði kindur og hesta.Aðsend Þess vegna verði að vanda vel valið í töskuna sem fylgi henni og hestinum. Hún verði að taka dýnu, svefnpoka og föt til skiptanna eftir veðri. Hiti sé um 30 stig á daginn en detti niður í um núll gráður að nóttu til. Þannig þurfi bæði hlýjan svefnpoka og dýnu með einangrun fyrir nóttina og létt föt til að vera í um daginn. „Allt þetta þarf að rúmast í fimm kílóum.“ Býður í smalamennsku og sauðburð Anna Guðný hefur efnt til söfnunar á Karolinafund fyrir þátttökugjaldinu sem er um tvær milljónir. Ofan á það bætist kostnaður við flug, bólusetningar, tryggingar og svo vinnutap. Hún segist hafa leitað til fyrirtækja eftir stuðningi en hafi lítið heyrt. Því leiti hún til almennings. Á Karolindafund býður hún fólki að fá í staðinn að koma í smalamennsku, sögukvöld á Norðurlandi, sauðburð, matarboð, á þorrablót eða í reiðtúr. „Fólk hefur gaman af þessum hlutum og að geta boðið upp á svona upplifun er skemmtilegt. Ég hef boðið vinum í svona heimsókn og þau hafa sagt mér að börnin grétu á leiðinni heim, eftir sauðburð, því þau vildu ekki fara. Ein vinkona mín sagði börnin sín velja frekar að vera í sveitinni en að fara í Disneyland. Fólk sækir í þetta því það hefur ekki aðgengi að þessu hvar sem er,“ segir hún. Hestar Mongólía Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Það sem ég kveið mest fyrir var að valda fólki vonbrigðum“ Aníta Margrét er kona ársins að mati Nýs Lífs. 30. október 2014 15:30 Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby,“ segir Aníta Margrét Aradóttir. 25. september 2014 11:02 Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
Heildarvegalengd kappreiðanna eru þúsund kílómetrar. Til samanburðar er hringvegurinn í kringum Ísland 1.321 kílómetri. Þá er þessi vegalengd eins og að fara frá London til Berlínar eða frá París til Rómar með flugi eða að keyra frá Reykjavík til Akureyrar austurleiðina. Leiðin er merkt með vegvísum á 35 kílómetra millibili en annars er engin leiðarvísir, ekkert trúss og enginn til að aðstoða. Knapar hafa heimild til að bera fimm kíló á baki og eiga svo í stoppum að finna út úr mat og gistingu hjá hirðingjum sem búa á svæðinu. Keppnin var sett á stofn árið 2009 og segist Anna Guðný alltaf hafa verið mikill aðdáandi. Hana hafi lengi langað að taka þátt og áhuginn hafi bara aukist þegar Aníta tók þátt. „Ég fylgdist með hennar vegferð eins og hægt var, enda hafði mér alltaf fundist kappreiðar mjög spennandi, en þarna varð ég algjörlega heilluð,“ segir hún. Mongólía á landamæri við Kína og Rússland. Leiðina sem hún fer í kappreiðinni má sjá á kortinu. Vísir/Sara Á sama tíma hafi það verið fyrir hana aðeins fjarlægur draumur að taka þátt. Það var svo um jólin 2022 sem hún var, enn og aftur, að ræða þetta við þáverandi eiginmann sinn. „Við erum að skoða síðuna og fyrrverandi maðurinn minn spyr bara af hverju ég sæki ekki um ef þetta er draumurinn minn. Þannig ég sæki um fyrir 2025 og fæ svar í fyrrasumar um að ég sé samþykkt. Ég þurfti að senda myndir, myndband og viðtal, en þetta var dálítið stress því við skiljum í upphafi árs í fyrra.“ Að ljúka keppni afrek út af fyrir sig Í kringum skilnaðinn hafi verið mikið að gera vegna þess að hún keypti sinn fyrrverandi út úr búskap. Anna Guðný er bóndi á Eyjardalsá í Bárðardal þar sem hún ólst upp og stundar búskap með bæði kindur og hesta. Einnig rekur hún hestaleigu og klippir hár á hárgreiðslustofu á Akureyri í hlutastarfi. Ofan á það allt er hún einstæð tveggja barna móðir en dætur hennar og fyrrverandi mannsins hennar eru sjö og fimm ára. „Það vakti gríðarlega athygli þegar Aníta fór. Samkvæmt heimsmetabók Guinness er þetta lengsta og erfiðasta kappreið í heimi, og hún stóð sig með prýði, þannig það er pressa. Að láta sig dreyma um að vinna er eitt, en bara að klára er afrek.“ Anna Guðný segir þennan draum tengjast því að ögra sjálfum sér, fara í náttúruna og finna út úr hlutunum. „Hestar hafa verið partur af lífi mínu alla mína tíð, hver laus stund frá búskap í barnæsku var nýtt til að þeysast um allar koppagrundir. Ég hef síðan deilt þessari ástríðu með bæði börnum og fullorðnum á reiðnámskeiðum sem ég hef skipulagt.“ Anna Guðný hefur auk þess sinnt leiðsögn í bæði lengri og styttri hestaferðum. Skiptir um hest á 40 kílómetra fresti Keppnin er alls tíu dagar og til að ná að klára þarf að fara minnst 100 kílómetra á dag. Skipt er um hest á um 30 til 40 kílómetra fresti og gist í tjöldum hirðingja á svæðinu. Alls eru því um 1.500 hestar sem taka þátt. „Maður hefur tíu daga til að ljúka keppni og þetta er eins og í Vasagöngunni, ef þú dregst of mikið aftur úr þá nærðu ekki að klára. Þú hefur ekki endalausan tíma, það eru takmörk, bara eins og ef það er verið að hlaupa maraþon. Sem þýðir að þú þarft að meðaltali að komast um 100 kílómetra á dag. Þeir sem eru harðastir eru að klára keppnina á áttunda degi.“ Anna Guðný fer reglulega í hestaferðir. Aðsend Hún segir þetta gríðarlega langan tíma í hnakki á dag. „Þú ert á hestbaki tíu til fjórtán tíma á dag. En þú skiptir reglulega um hesta. Þú ferð ekki lengra en 40 kílómetra á hverjum hesti þannig þú ert að fara í gegnum 26 til 28 hesta á meðan keppni stendur, og þú veist ekkert hvað þú færð í hendurnar.“ Fólk dregur miða og fær þann hest sem er á miðanum og þarf að gera sitt besta til að láta það virka. Lítist fólki illa á hestinn má það draga aftur. „Ég er ágæt að hanga á baki en ég er enginn rodeo-knapi. Ég hef verið í tamningum og hangið á stundum og stundum ekki. Ég myndi segja að þetta væri mest stressandi fyrir mig, að fá hest sem hrekkir mikið.“ Hún vinnur líka töluvert í hestaferðum og segist ýmsu vön en munurinn á því og keppninni sé að þá hafi alltaf verið um að ræða íslenska tamda hesta. Hún hafi þekkt aðstæður og getað reitt sig á aðra knapa. Það verði ekki reyndin í keppninni því þangað fari hún alveg ein. „Sumar fara með vini eða maka og þá er alltaf stuðningur.“ Gott að ræða við Anítu Anna Guðný er búin að ræða keppnina tvisvar við Anítu en segist vilja ræða við hana aftur áður en hún fer. „Það var alveg geggjað að tala við hana. Ég lá inni á miðlunum þegar hún var úti að leita að fréttum um það hvort hún væri enn á baki. Það er hefðbundið að það detti út 15 knapar af 45. Þau detta af baki, lenda í vökvaskorti, verða uppgefin eða slasa sig. Það er stressandi að vera á hestbaki í 30 gráðum, það verður erfitt því ég get ekki æft það.“ Hún segist eiga góða að sem styðji hana vel í undirbúningi keppninnar. Allur hennar frítími fari í undirbúning um þessi misseri „Ég er bóndi og var í heyskap til tvö í nótt og vaknaði svo snemma til að fara í hestaferð til að ná klukkutímum í hnakk. Svo á ég tvö börn sem ég er með helminginn af tímanum. Í júní var ég með reiðnámskeið og vinn líka við að klippa.“ Anna Guðný leggur af stað í keppnina þann 28. júlí. Þann 31. er hún sótt og keyrð á áfangastað í Ulaanbaatar þar sem skipuleggjendur fara yfir ýmis atriði eins og hvernig eigi að komast á milli stoppa og annað. Keppnin hefst í Ulaanbaatar og að henni lokinni er keppendum svo komið þangað aftur. Þegar hún er komin til Ulaanbaatar fá keppendur ýmsa fræðslu. Ströng þátttökuskilyrði Á vef keppninnar kemur fram að keppendur verða að vera vanir knapar, mega ekki vera meira en 85 kíló og ekki hærri en 185 sentímetrar á hæð. Þá kemur einnig fram að þeir verði að vera í góðu líkamlegu formi og vanir að ferðast, að tjalda og hvernig eigi að hugsa um hesta. Þar segir að velferð hestanna sé í forgrunni og að knapar þurfi fyrir keppni að sýna fram á þekkingu sína. „Það er búið að punkta leiðina en svo þarf fólk að finna út úr því sjálft ef það er á á leiðinni, eða ef það eru fjöll, hvort það fari dalinn til vinstri eða hvort það klífi fjallið. Þú þarft sjálfur að lesa og meta og ég þekki það úr göngum en þetta er landslag sem er gjörsamlega öðruvísi.“ Anna Guðný var samþykkt í keppnina í fyrra en segir árið hafa verið erfitt vegna skilnaðar. Fyrrverandi maðurinn hennar styðji þó vel við þessa vegferð. Aðsend Sem dæmi sé mikið af múrmeldýraholum sem verði að passa að lenda ekki ofan í. Múrmeldýr eru stórir íkornar. „Það eru ár og mýrar og maður þarf bara að koma sér yfir eins hratt og mögulegt er, en á skynsamlegan máta.“ Stundar nær alla útivist í stígvélum Anna Guðný segist aðallega spennt fyrir þátttökunni en líka stressuð. Það tengist minna keppninni sjálfri og meira öllu því sem hún þarf að gera áður en hún fer út. „Ég þarf að vera helling á hestbaki en ég þarf líka að setjast niður og klára að finna þessi síðustu atriði sem mig vantar upp á. Ég er bara þessi týpa sem segir að lopapeysan og 66 gráður norður jakki reddi öllu. Ég elska útivist en ég er ekki með einhvern flottan búnað. Helminginn af minni útivist stunda ég í stígvélum því það er svo mikið af bleytu að elta rollur. Ég er bara rosalega mikið úr sveit,“ segir hún og að sem betur fer eigi hún systkini sem séu dugleg í sveit og hafi ráðlagt henni með góðan búnað. Anna Guðný segist enn ekki hafa haft tíma til að kynna sér hvaða búnaður og klæðnaður sé bestur fyrir ferðina. „Ég þarf að taka svefnpoka og dýnu. Maður getur fengið að gista í tjöldum hirðingja en maður verður að hafa í huga að þá ertu að borða matinn frá þeim. Þess vegna er mælst með því að hafa pening á sér, til að greiða fyrir velviljann, og jafnvel einhverjar gjafir. En ég má ekki vera með nema fimm kíló á mér, og það er ekkert trúss. Það eru bara þessi fimm kíló sem koma með mér í tíu daga. Ef mig vantar eitthvað, þá er það bara þannig.“ Anna Guðný er bóndi á Eyjardalsá í Bárðardal þar sem hún ólst upp og stundar búskap með bæði kindur og hesta.Aðsend Þess vegna verði að vanda vel valið í töskuna sem fylgi henni og hestinum. Hún verði að taka dýnu, svefnpoka og föt til skiptanna eftir veðri. Hiti sé um 30 stig á daginn en detti niður í um núll gráður að nóttu til. Þannig þurfi bæði hlýjan svefnpoka og dýnu með einangrun fyrir nóttina og létt föt til að vera í um daginn. „Allt þetta þarf að rúmast í fimm kílóum.“ Býður í smalamennsku og sauðburð Anna Guðný hefur efnt til söfnunar á Karolinafund fyrir þátttökugjaldinu sem er um tvær milljónir. Ofan á það bætist kostnaður við flug, bólusetningar, tryggingar og svo vinnutap. Hún segist hafa leitað til fyrirtækja eftir stuðningi en hafi lítið heyrt. Því leiti hún til almennings. Á Karolindafund býður hún fólki að fá í staðinn að koma í smalamennsku, sögukvöld á Norðurlandi, sauðburð, matarboð, á þorrablót eða í reiðtúr. „Fólk hefur gaman af þessum hlutum og að geta boðið upp á svona upplifun er skemmtilegt. Ég hef boðið vinum í svona heimsókn og þau hafa sagt mér að börnin grétu á leiðinni heim, eftir sauðburð, því þau vildu ekki fara. Ein vinkona mín sagði börnin sín velja frekar að vera í sveitinni en að fara í Disneyland. Fólk sækir í þetta því það hefur ekki aðgengi að þessu hvar sem er,“ segir hún.
Hestar Mongólía Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Það sem ég kveið mest fyrir var að valda fólki vonbrigðum“ Aníta Margrét er kona ársins að mati Nýs Lífs. 30. október 2014 15:30 Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby,“ segir Aníta Margrét Aradóttir. 25. september 2014 11:02 Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31 Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sjá meira
„Það sem ég kveið mest fyrir var að valda fólki vonbrigðum“ Aníta Margrét er kona ársins að mati Nýs Lífs. 30. október 2014 15:30
Aníta ætlar að halda ofurkappreið á Íslandi „Augljóslega yrði kappreiðin Icehorse Extreme árið 2016 einungis fyrir ofurhuga sem eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig svipað og keppendurnir í Mongol Derby,“ segir Aníta Margrét Aradóttir. 25. september 2014 11:02
Aníta nálgast markið Aníta Margrét Aradóttirer komin í búðir 26 eftir níunda daginn í Mongol Derby kappreiðinni. 15. ágúst 2014 12:31
Ekki lent í úlfahjörð ennþá ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt.“ 13. ágúst 2014 15:06