Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar 9. júlí 2025 15:00 Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar