Hætta við yfirtökuna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. júlí 2025 18:17 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Play til kauphallar. Þann 10. júní tilkynnti Fly Play hf. að félaginu hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 ehf., þess efnis BBL 212 ehf. og yfirtökuhópur, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play og Elíasi Skúla Skúlasyni, að yfirtökuhópurinn hygðist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé félagsins. „Play hefur borist tilkynning frá BBL 212 ehf. og yfirtökuhópnum um að fallið sé frá áformum um valfrjálst tilboð,“ segir í tilkynningunni. Eftirfarandi hafi komið fram í tilkynningu frá BBL 212 og yfirtökuhópnum: „Áform og framtíðarsýn yfirtökuhópsins hafa fengið góðar viðtökur hluthafa félagsins, en eftir samtöl við hluthafa hefur komið fram að vilji margra er að Play hafi hlutabréf sín áfram skráð á aðalmarkað. Í ljósi framangreinds hefur yfirtökuhópurinn tekið ákvörðun um að falla frá áformum um að gera valfrjálst yfirtökutilboð í hlutabréf félagsins, en mun áfram styðja við félagið í komandi vegferð, sem einhugur er um meðal hluthafa félagsins.“ Í fréttatilkynningu frá Play segir að félagið hafi tryggt sér áskriftarloforð fyrir 20 milljónum Bandaríkjadala, eða andvirði um 2,425 milljónum króna. Fjármögnunin verði í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára. Stærstu eigendur félagsins og aðrir íslenskir fjárfestar verði meðal þeirra sem taka þátt í fjármögnuninni. „Er það skýr stuðningsyfirlýsing við áframhaldandi uppbyggingu Play og breytingar sem boðaðar hafa verið á viðskiptalíkani félagsins,“ segir í tilkynningu. Breytingarnar sem boðaðar hafa verið eru eftirfarandi: Gott framboð verði til sólarlandastaða og vinsælla borga meðal Íslendinga. Fjórar flugvélar sinni flugi frá Íslandi. Vélarnar fjórar verði áfram rauðar, áhafnir frá Íslandi og á íslenskum kjarasamningum. Hinar sex vélarnar verði leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025 og borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu fækkað. Flogið verði undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu skilað. Á sama tíma verði líkt og fyrr segir fallið frá boðuðu yfirtökutilboði í allt hlutafé. „Við áttum mörg góð samtöl við hluthafa þar sem þeir lýstu yfir miklum vilja til að hafa félagið áfram skráð á aðalmarkaði Kauphallar. Þess vegna var þessi leið farin við útfærslu á fjármögnun félagsins. Félagið hefur þess í stað safnað áskriftarloforðum að breytanlegu skuldabréfi að upphæð 2.425 m.kr. Þessi niðurstaða er skýr stuðningsyfirlýsing við áætlanir félagsins og áframhaldandi uppbyggingu. Viðbrögðin við nýju viðskiptamódeli eru góð og það er ánægjulegt að sjá aukið vægi stofnanafjárfesta í þessari fjármögnunarlotu. Við höfum nú þegar séð jákvæð áhrif breytts viðskiptalíkans á rekstur félagsins þar sem við einblínum á flugleiðir sem skila góðri afkomu og leigjum út þotur í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Við ætlum að byggja upp öflugt og gott flugfélag sem Íslendingar velja og höldum ótrauð áfram á þeirri braut,“ er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira