Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2025 06:21 Lögreglunámið fer fram undir formerkjum Háskólans á Akureyri. vísir/pjetur Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Níutíu og sex nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil óska öllum þeim sem hefja lögreglunám í haust hjartanlega til hamingju. Það er stór áfangi að fá að hefja slíkt nám og óska ég þeim velfarnaðar í sínu námi. Ég er ótrúlega ánægð með þennan mikla áhuga og vona að hann haldi áfram á næstu árum,“ er haft eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, af þessu tilefni. Í janúar kynnti dómsmálaráðherra áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári. Ákveðið var að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt en líka fjölda þeirra sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. Í tilkynningunni segir að unnið sé að því að fjölga nemendum enn frekar á þessu kjörtímabili. Auk nýnema haustsins munu um 80 nemendur hefja síðara námsárið. Alls verða því um 176 nemendur í námi í lögreglufræðum næsta vetur, bæði á fyrra og seinna ári, og segir dómsmálaráðuneytið að gera megi ráð fyrir að það skili sér í metfjölda brautskráðra næstu árin. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Brottfall innan lögreglu er umtalsvert og hefur aukist á undanförnum árum. Í tilkynningunni segir að áform séu um að greina ástæður brottfalls innan lögreglunnar og leita leiða til að snúa þeirri þróun við. Háskólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Níutíu og sex nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu að því er fram kemur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég vil óska öllum þeim sem hefja lögreglunám í haust hjartanlega til hamingju. Það er stór áfangi að fá að hefja slíkt nám og óska ég þeim velfarnaðar í sínu námi. Ég er ótrúlega ánægð með þennan mikla áhuga og vona að hann haldi áfram á næstu árum,“ er haft eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra, af þessu tilefni. Í janúar kynnti dómsmálaráðherra áform sín um að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu á þessu ári. Ákveðið var að fjölga bæði stöðugildum innan lögreglunnar um land allt en líka fjölda þeirra sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. Í tilkynningunni segir að unnið sé að því að fjölga nemendum enn frekar á þessu kjörtímabili. Auk nýnema haustsins munu um 80 nemendur hefja síðara námsárið. Alls verða því um 176 nemendur í námi í lögreglufræðum næsta vetur, bæði á fyrra og seinna ári, og segir dómsmálaráðuneytið að gera megi ráð fyrir að það skili sér í metfjölda brautskráðra næstu árin. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Brottfall innan lögreglu er umtalsvert og hefur aukist á undanförnum árum. Í tilkynningunni segir að áform séu um að greina ástæður brottfalls innan lögreglunnar og leita leiða til að snúa þeirri þróun við.
Háskólar Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent