Lífið

Aðal­steinn og Elísa­bet selja í­búðina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aðalsteinn og Elísabet eiga saman tvö börn. Hann á tvo drengi úr fyrra sambandi. Það er því kominn tími á stærri eign fyrir stóra fjölskyldu.
Aðalsteinn og Elísabet eiga saman tvö börn. Hann á tvo drengi úr fyrra sambandi. Það er því kominn tími á stærri eign fyrir stóra fjölskyldu. Instagram/Elísabet

Hjónin, Aðal­steinn Kjart­ans­son, aðstoðarrit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar, og Elísabet Erlendsdóttir, mMarkaðs- og vefstjóri Ekrunnar, hafa sett glæsilega íbúð við Langholtsveg á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Aðalsteinn og Elísabet keyptu eignina árið 2019 og greiddu þá 60 milljónir fyrir. 

„Heimilið okkar er komið á sölu. Við sprengdum það utan af okkur fyrir tveimur árum og nú freistum við þess að allir fái sitt pláss. Fjögur svefnherbergi, skjólsæll garður og bílskúr,sem þarf reyndar viðhald. Gróðurhúsið getur fylgt!“ skrifar Aðalsteinn og deilir fasteignaauglýsingunni á Facebook.

Björt og rúmgóð rými

Um er að ræða bjarta og rúmgóða 168 fm íbúð á tveimur hæðum með rislofti og bílskúr, í steyptu tvíbýlishúsi byggðu árið 1957.

Eignin skiptist í forstofu, opið stofurými þar sem borðstofa og stofa renna saman, eldhús, fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi sem var endurnýjað á árunum 2015 til 2020.

Í eldhúsinu er hvít, stílhrein innrétting með góðu vinnuplássi og notalegum borðkrók. Hvítar ferkantaðar flísar á veggnum gefa rýminu mikinn karakter. Eldhúsið er opið inn í stofuna og skapar gott flæði á milli rýma.

Risið er vel nýtt með tveimur herbergjum undir súð og sameiginlegu alrými sem nýtist sem leik- eða sjónvarpsrými.

Ljóst parket er á gólfum aðalhæðarinnar, nema í eldhúsi og baðherbergi sem eru flísalögð.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.


Tengdar fréttir

Aðal­steinn og Elísa­bet eignuðust dóttur

Fjölmiðlamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson og kærasta hans Elísabet Erlendsdóttir eignuðust dóttur nú á dögunum. Parið greinir frá komu stúlkunnar á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.