Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Jón, Friðrik Bjartur og Unnur kanna nýja útibúið. Vísir/Friðrik Bjartur Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“ Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“
Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira