Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 13:20 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar. Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvaði sendingu bandarískra vopna til Úkraínu í þessari viku þar sem embættismenn sögðu gengið væri birgðirnar. En samkvæmt greiningu háttsettara manna innan Bandaríkjahers myndi aðstoðarpakkinn ekki stofna skotfærabirgðum hersins sjálfs í hættu, samkvæmt þremur bandarískum embættismönnum sem bandaríski fjölmiðillinn NBC hefur eftir. Ákvörðunin um að stöðva vopnasendinguna kom utanríkisráðuneytinu, þingmönnum, embættismönnum í Kænugarði og evrópskum bandamönnum í opna skjöldu, samkvæmt fjölda heimildamanna sem þekkja til málsins. Bæði repúblikanar og demókratar hafa gagnrýnt ákvörðunina að sögn NBC. Adam Smith, demókrati frá Washington og þungavigtarmaður í fulltrúadeildinni, sagði það óheiðarlegt ef varnarmálaráðuneytið vísaði til hernaðarviðbúnaðar til að réttlæta stöðvun á aðstoð við Úkraínumenn þegar raunveruleg ástæða sé einfaldlega sú að fylgja eftir áætlun um að hætta bandarískri aðstoð til Úkraínu. „Við erum ekki á neinum lægri punkti, hvað varðar birgðastöðu, en við höfum verið á þau þrjú og hálfa ár sem við höfum verið með þessi átök í Úkraínu,“ sagði Smith, sem er æðsti fulltrúi minnihlutans í varnarmálanefnd fulltrúadeildarinnar. Smith sagði að starfsfólk hans hefði „séð tölurnar“ og, án þess að fara í smáatriði, að ekkert benti til skorts sem réttlætti að fresta aðstoð til Úkraínu. Að fresta sendingu hernaðaraðstoðar til Úkraínu var einhliða ákvörðun varnarmálaráðherrans Pete Hegseth, samkvæmt þremur aðstoðarmönnum þingsins og fyrrverandi bandarískum embættismanni sem þekkir til málsins. Þetta er í þriðja sinn sem Hegseth stöðvar einn og óstuddur sendingu til Úkraínu, sögðu heimildaraðilar. Í tveimur fyrri tilvikum, í febrúar og maí, hafi aðgerðum hans verið snúið við nokkrum dögum síðar.
Donald Trump Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira